Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
207. fundur
16. mars 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:30.

Fundinn sátu: Monika, Þorbjörg, Ari Bent, Sigrún Erla og Kristgeir.

Fundargerð ritaði:Sigrún Erla

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Umsögn um drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólalóð GSNB

Formaður setti fund og stýrði. 

Ástæða fundar var að gefa umsögn um drög að reglum um skólaakstur í dreifbýli á skólasvæði GSNB, sem bæjarstjórn vísaði til nefndarinnar.  Með drögunum fylgdi bréf frá foreldrafélagi GSNB sunnan heiðar.  Þar lýsir foreldrafélagið óánægju sinni með þessi drög. 

Nefndin tók til skoðunar samþykkt drög bæjarstjórnar sem  og tók athugasemdir og tillögur foreldrafélagsins til efnislegrar umfjöllunar.   

Varðandi athugasemdir foreldrafélagsins um vinnu bæjarstjórnarinnar að þessum drögum þá telur nefndin það ferli hafi verið í réttum farvegi þar sem bæjarstjórn þarf að samþykkja drög áður en fræðslunefnd fær þau til umsagnar.  

Nefndin telur ekki framkvæmanlegt að skólabíll keyri að heimili hvers og eins nemanda eins og tillaga foreldrafélagsins hljóðar.   Nefndin hefur ekki vitneskju um að slík þjónusta sé veitt annars staðar. Nefndin vill þó minna á það að sú þjónusta hefur samt sem áður verið veitt sunnan heiðar um árabil 

Nefndin tekur undir athugasemd foreldrafélagsins um mikilvægi öryggis og góðrar lýsingar fyrir nemendur, frá heimili að sérleið Leið frá heimili að sérleið telst þó vera á ábyrgð forsjáraðila eins og gildir norðan heiðar 

Hvað varðar aðrar tillögur foreldrafélagsins að reglum um skólaakstur í Snæfellsbæ sunnan heiðar er það mat nefndarinnar um  þær  verði fjallað á samráðsvettvangi foreldrafélags og bæjarstjórnar/skólastjórnenda 

Í von um farsæla samvinnu og  niðurstöðu.

Fundi slitið kl. 21:30.