Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
208. fundur
25. maí 2021 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:30.

Fundinn sátu: Monika, Auður, Linda, Hermína, Kristgeir, Sigrún og Þorbjörg. Elfa mætir kl. 20:30 sem staðgengill Hilmars.

Fundargerð ritaði: Sigrún Erla

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Leikskólinn

Hermína kemur inn sem nýr leikskólastjóri og Linda sem nýr aðstoðarleikskólastjóri.  
Hermína leggur fram leikskóladagatal 2021-2022.  

Í vor verður ekki opið hús þegar útskriftirnar fara fram vegna faraldurs.  

Verið er að auglýsa eftir starfsfólki á ungbarnadeildina á Hellissandi. Tveir starfsmenn þar hafa sagt upp og hætta í sumar.  

Leikskólinn lokar 7.júlí í 5 vikur.  

Verið er að leggja lokahönd á ársskýrsluna sem þarf að skila inn í september.  

Hermína, Auður og Linda yfirgefa fundinn kl 20.30 og Elfa kemur.

2. GSNB 

Elfa kemur sem staðgengill Hilmars.

Skólaslit 8.júní. 10.b. útskrifast kvöldið áður. Skólaslitin verða á hverri starfsstöð. 29 nemendur að útskrifast, 16 að koma nýir inn í haust.  

Skólinn ætlar að gefa öllu starfsfólki leikhúsmiða eftir krefjandi covid-ár.  

18.ágúst n.k. verður starfseflingardagur fyrir starfsmenn grunnskólanna á Snæfellsnesi.  

Skólinn ætlar ekki að leggja inn ritföng fyrir nemendur frá næsta hausti. Þau fá áfram stílabækur, möppur o.þ.h. 

Kári húsvörður hætti í maí. Vagn Ingólfsson tók við af honum. 

Allar starfsstöðvarnar fá Grænfánann í vor.  

GSNB hefur fengið svokallaða „Pannavelli“, einn á hverja starfsstöð. Fjármagnað af íþrótta og æskulýðsnefnd.  

Skóladagatalið lagt fram.  

GSNB er kominn í samstarf við Brúarskóla í Reykjavík í formi ráðgjafar.  

Elfa fer af fundi kl 21.15.   

3. Skýrsla frá Valentinu lesin upp (tónlistarskólinn) 

  1. – 12.maí fóru fram vortónleikar, 19.maí í  Lýsuhólsskóla. Um 70% nemenda tóku vorpróf. Innritun í tónlistarskólann verður í lok ágúst. 

Fundi slitið kl. 21:30.