Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
209. fundur
5. október 2021

Fundinn sátu: Þorbjörg, Zekira, Monika, Ari, Hilmar, Kristín, Hermína, Linda og Valentina.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Málefni Grunnskólans

MMS – halda betur um nemendur af erlendum uppruna. 

Viðhald – verið er að skoða allt viðhald og hvað þarf að laga. 

Skólareglur – jákvæður skólabragur – símanotkun. Búið er að uppfæra skólareglurnar og vill skólinn að það sé jákvæður skólabragur. Ákveðið var að hafa einn símalausan dag í viku og svo í framhaldinu verður bætt við degi, en stefnt er að því að hafa símalausan skóla eftir áramót.  

Samstarf við þjóðgarðinn er gott. 

Forvarnarteymi – fræðsla um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi.

2. Málefni leikskólans

Í leikskóla Snæfellsbæjar eru 87 börn sem deilast á báða leikskóla. 

Leikskólinn vinnur með leikur að læra og lubba. 

Heilsueflandi leikskóli, allur matur frá grunni. 

Leikskólastjóri lýsir yfir áhyggjum um stöðu leikskóla almennt. Leikskólar eru ekki samkeppnishæfir við Grunnskólann td varðandi frí og vinnutíma, og er erfitt að fá starfsfólk, bæði menntað og ómenntað. 

Leikur að læra nýliðanámskeið og hausthvatning verður 21.10.21. 

  1. 12.og13. okt verða foreldrafundir. 

1.nóv fáum við brúarsmiði og hóp frá miðju máls og læsis. 

10.Nóv. Bjartur Guðmundsson kemur og hvetur starfsfólk – hópefli. 

Væntanleg fræðsla frá samtökum 78 um kynhneigð og fleira í nóv. 

Viðhald – þarf að gera ýmislegt – vantar húsvörð! Spurning hvort það væri hægt að sameina með Jaðri td. 

3. Málefni tónlistarskólans

Allt gott í tónlistarskólanum. 71 nemendur. 

Kenna á 3 stöðum, Lýsuhólsskóla, Hellissandi og Ólafsvík, allt gengur vel. 

Tónfundir á næstu vikum og það verða jólatónleikar, ef allt verður gott vegna covid, í byrjun des.  

Einn nemandi tók miðstigspróf í vor og gekk vel. Annar nemandi er í lúðrasveit í Stykkishólmi. 

Fundi slitið.