Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
211. fundur
24. janúar 2022 á Zoom frá kl. 20:30.

Fundinn sátu: Þorbjörg, Ari Bent, Monica, Sigrún Erla, Kristgeir, Valentina, Hermína, Linda Rut og Hilmar.

Fundargerð ritaði: Þorbjörg Erla

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Málefni Tónlistarskólans

73 nemendur – margir í fullu námi.

Tónfundir verða í febrúar og vortónleikar og vorpróf á dagskrá.  

4 kennarar og allt gengur vel þrátt fyrir covid.

2. Málefni leikskólans

Búin að vera mannekla í covidástandinu. Lokað er fyrir foreldra inná leikskólann, staðan verður skoðuð í lok janúar.  

Krafa er gerð á að foreldrar fari með börnin sín í pcr próf ef þau eru með einkenni. 

Starfsdagur verður 15. febrúar og verið er að plana hann, undirbúningur fyrir foreldraviðtöl og svo fleira. Foreldraviðtöl verða vonandi í lok febrúar byrjun mars, á eftir að koma í ljós hvernig þau verða. 

Fjarfundur var haldinn með samtökunum ‘78 þann 18.janúar og var hann áhugaverður. 

Viðhaldslisti sem leikskólastjóri gerði var samþykktur og þörf er á að fara yfir það sem gera þarf með byggingatæknifræðingi/fulltrúa.  

Breytingar voru gerðar á gjaldlið, sektunarliður var gerður. Fyrir hvert korter sem barn er lengur en vistunartími þess er, þá er rukkað 1.000kr fyrir og bætist það á mánaðargjaldið. 

6. febrúar er dagur leikskólans og verður hann með þeim hættinum í ár að það verður bara söngur á sal fyrir krakkana, áður hefur foreldrum verið boðið í kaffi og fleira en það verður ekki þetta árið.

3. Málefni leikskólans

19. janúar var starfsdagur og starfsfólk fékk kynningu frá samtökunum ‘78. 

Starfsmannasamtöl eru í gangi og byrjað er að huga að næsta skólaári. 

Grunnskóli Snæfellsbæjar er eini skólinn í landinu sem er með átthagafræði í náminu – Hilmar hvetur til tilnefningu menntaverðlaunanna. 

Unnið að stefnu um líkamlegt inngrip þegar á við nemendur. 

Keyptur var loftgæðamælir og kemur loftið vel út í skólanum. 

Komin er út sjálfsmatsskýrsla – Hilmar hvetur til að fólk skoði hana.  

5 starfsmenn hættu um áramót, en búið er að hagræða í þær stöður. 

Viðhaldsmálin – nokkuð sem þarf að gera, verður vonandi lagað á þessu ári. 

Skólaþing var haldið um síðastliðna helgi, sameiningarmálin snúast fyrst og fremst um skólamál, sjá snaefellingar.is Hilmar var með kynningu á skólanum á þinginu. 

Fundi slitið.