Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
214. fundur
15. september 2022 frá kl. 18:00 – 19:55.

Fundinn sátu: Sigrún Erla, Margrét Sif, Dagbjört Dúna, Patryk og Jón Kristinn. 

Fundargerð ritaði: Margrét Sif.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

Dagskrá áður en stjórnendur komu á fundinn: Margrét Sif sem bauð sig fram sem ritari fræðslunefndarinnar og var það samþykkt. 

Dagskrá fundarins: Stjórnendur skólastofnanna komu með erindi hver í sínu lagi.  

1. Leikskólinn: Hermína og Linda sögðu frá starfinu og hvað leikskólinn er að gera.  

  • Inntaka gengur vel og það er fjölgun miða við síðustu ár. 
  • Leikskólinn vel mannaður 
  • Nýtt hjá þeim er málstefnuteymi þar sem lögð er áhersla á erlendu foreldrana og er þetta samvinna milli heimilis og skóla til að efla orðaforða tvítengdra barna.  
  • Samstarf milli leikskólans og heilsugæslunnar að skoðanir fari fram í leikskólanum þannig þau séu í sínu umhverfi.  
  • Leggja á fyrir TRAS málþroska skimun fyrir börn.  
  • Enginn er með réttindi á leikskólanum á Lýsuhól til að taka skimanir og þvi var rætt hvort að einhver úr leikskólunum norðan heiða gæti farið yfir og tekið þessari skimanir.  
  • Starfsmenn búnir að fara á skyndihjálparnámskeið.  
  • Leikskólinn tók þátt í barnamenningarhátíðinni.  
  • Þátttaka þeirra í heilusvikunni  
  • Nýliðanámskeið fer fram í október 
  • Stytting vinnuvikunar er frekar flókin hjá þeim og erfitt að útfæra það.  
  • Umræða um gúmmímotturnar á leikvellinum, þær eyðileggja föt barnanna, stjórnendur og foreldrar vilja láta fjarlægja þær og komu með hugmynd um gervigras í staðinn.  
  • Farið var yfir framkvæmdir á húsnæðum.  

2. Grunnskólinn: Lilja Stefáns og Kristín Helga sögðu frá því sem grunnskólinn væri að gera.  

  • Fjöldi nemenda, 211 samtals, 90 nemendur 1-5. Bekk á Hellissandi og 101 nemandur 6-10. Bekk í Ólafsvík. 20 á Lýsuhól auk 5 leikskólabörn á Lýsukoti.
  • 5. Bekkur er á Hellissandi og það var mikið flækjustig og erfitt að gera stundatöflurnar.  
  • Fækkað var um einn í stjórnendarteymi skólans 
  • Leiklist kom í staðinn fyrir tónmennt í 6 og 7. Bekk í Ólafsvík.  
  • Skóladagatalið: starfsdagar í apríl 19-21. Hafa verið færðir þangað til í júní og flýta þarf skólaslitunum um einn dag og veður hann því 2. Júní núna.  
  • Íþróttirnar eru flóknar því einungis einn menntaður kennari og hún er eina sem getur kennt sundið.  
  • Áherslur: Olweus, málstefnan átthagafræðin og læsis fimman.  
  • Smá breytingar urðu á skólareglunum.  
  • Lesfimipróf: Niðurstaðan í maí 5. Og 7. Bekkur skólans undir landsmeðaltali annars yfir meðaltali í öðrum bekkjum.  
  • Ekki góð þátttaka í sumarlestrinum.  

3. Tónlistarskólinn: Valentína komst ekki og sendi hún okkur bréf.  

Innritun fyrir haustönn 2022 var í ágúst. 

Það eru 74 nemendur núna í Tónlistarskóla Snæfellsbæjar og 4 kennarar. 

Vegna Barnamenningarhátíðar í Snæfellsbær í September 2022 nemendur og kennarar tónlistarskóla Snæfellsbæjar ætla að taka þátt: 

8.september(fim.)-Heimsókn leikskóla Kríuból í tónlistarskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi kl.10:30. 

9.september(fös.)-Heimsókn leikskóla Krílakot í tónlistarskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík  kl.10:30. 

13.september(þri.)-nemendur og kennarar tónlistarskóla Snæfellsbæjar með tónleika á dvalaheimilinu Jaðar kl.15:00. 

14.september(mið.)– nemendur og kennarar tónlistarskóla Snæfellsbæjar með tónleika á Klifi fyrir eldriborgarar kl.15:00. 

14.september(mið.)– nemendur  tónlistarskóla Snæfellsbæjar verða með tónlistaratriði í Ólafsvíkurkirkju í messuni kl.20:00. 

21.september(mið.)— nemendur  tónlistarskóla Snæfellsbæjar verða með tónlistaratriði á Ingjaldshólskirkju í messuni kl.18:00. 

28..september(mið.)-tónleikar tónlistarskóla Snæfellsbæjar í Lýsuhólsskóla kl.13:00 

Tónfundur verður í október og jólatónleikar verða þann 5.des., 12.des. í Klfi og 15.des. í Lýsuhólsskóla. 

Fundi slitið kl. 19.55.