Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
214. fundur
14. nóvember 2022 í leikskóla Snæfellsbæjar frá kl. 16:00 – 17:30.

Fundinn sátu: Sigrún Erla Sveinsdóttir, Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir, Kolbrún Ósk Pálsdóttir (í fjarveru Margrétar Sif Sævarsdóttur) og Patryk Zolobow (í fjarveru Ægis Ægissonar). 

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Dagskrá fundar: Heimsókn á Leiksóla Snæfellsbæjar, starfstöð Krílakot og farið starfið á Krílakoti og Kríubóli. Einnig var húsnæði og aðstaða skoðuð á Krílakoti.

Fræðslunefnd hitttist í Leikskólanum Krílakot, Hermína Kristín Lárusdóttir leikskólastjóri ásamt Þórey Úlfarsdóttir leiðbeinandi tóku á móti nefndinni.

Starf leikskólanna er eins á báðum starfstöðum Kríakoti og Kríuból. Hermína greinir frá því að leikskóli sé fyrsta skólastigið og er starfið eftir því.

Húsnæði og aðstaða leikskólans var skoðuð í fylgd Hermína Kristín Lárusdóttir  og Þórey Úlfarsdóttir og rætt um starf leikskólans, einkum m.t.t. aðstöðu.

Aðstaða og skipulag m.t.t stafsmannarýmis og vinnuaðstöðu starfsmanna á Krílakoti er óviðunandi fyrir starfsmenn.

Eldhúsið þar sem allur matur er eldaður frá grunni er óviðunandi, sérstaklega þegar horft er á lagerinn, sem er á við og dreif um húsið. Einnig er ekki nóg rými í kæliskápum og þarf oftar en ekki að nota kæliskáp starfsmanna. Vinnuaðstaðan í eldhúsinu til matargerðar er engan vegin viðunandi, matarvagnarnir þurfa að vera á ganginum þar sem starfsmanna rýmið er til þess að klæðast í útiföt.

Kaffistofa  og vinnurými þar sem kennarar undirbúa sitt starf er í sama rými, þar er einnig gengið í gegn milli rýma, þetta veldur því að starfsmenn sem eru í undirbúning að undirbúa starfið fái ekki viðunandi frið til að sinna sínum verkefnum.

Einnig var rætt að þegar að starfsmenn eru í sínum kaffipásum, er ekki mikill friður þar sem mjög hljóðbært er í þessum hluta hússins, einnig getur verið erill þegar gengið er í gegnum kaffistofu til að fara á milli rýma. Dæmi eru um að starfsmenn ættu það til að fara út úr húsi í kaffitíma.

Það var rætt að gluggar væru orðnir lélegir og í vissum vindáttum kæmist vatn inn um þá með tilheyrandi ónotum bæði fyrir börn og starfsmenn. Nýjir glugger í Krílakot voru samþykktir í fjárhagsáætlun þessa árs en biðin eftir ísetningu er farin að vera frekar long. Á Kríubóli er ískalt og það sé ekki viðunandi að fara inn í annan veturinn svoleiðis þar sem gluggar halda ekki vatn né vindum og mikill kuldi mynast í húsinu og börn og starfsmenn þurfa að vera í hlýjum peysum og sokkum svo þeim sé ekki ískalt

Skoðaður var nýr gólfdúkur í einni stofu, hann  var lagður í vor og lítur vel út, en ennþá á eftir að setja lista á glugga til að fyrirbyggja að nýji dúkurinn skemmist.

Það var rætt að það sé oft mikil bið eftir að fá starfsmann frá Snæfellsbæ til að sinna almennu viðhaldi og viðgerðum, í framhaldi að því ákváðu  Leikskóli Snæfellsbæjar ásamt Dvalarheimilinu Jaðar að sækja um að ráða húsvörð í 1 stöðugildi til að sinna viðhaldi og viðgerðum á báðum stöðum. Beðið er eftir niðurstöðu af þeirri umsókn.

Einnig var sagt frá því að ástand leikskóla lóðanna á báðum leiksólum sé ekki viðunandi, rætt var um undirlag við leik-kastalann á Kríubóli og kvartanir foreldra. leikskólastjóri óskaði eftir gervigrasi í staðin fyrir gúmmihellurnar og vonast eftir að þeirri ósk verði framfylgt.

Stytting vinnnuvikunnar er að valda mjög  miklum erfileikum á báðum starfstöðvum bæði þegar að er horft er á  skipulag í kringum  daglegt starf og með tilliti til ófyrirséð veikinda starfsfólks og veikinda barna starfsfólks og þarf huga að beytingu á fyrirkomulagi á framkvæmd  styttingu vinnuvikunar. Hermína greinir frá því að mikið misræmi sé á milli starfsstöðva í Snæfellsbæ bæði um skipulag á styttingunni og hversu mikla styttingu starfsmaður fær eftir því á hvaða starfsstöð hann vinnur.

Aðstaðan á Kríubóli er mjög góð, starfsmannarými er mjög gott. Þeir eur með sér kaffistofu, undirbúningsherbergi og sal fyrir börnin.

Fundi slitið.