Fræðslunefnd
216. fundur
29. nóvember 2022 í tónlistarskóla Snæfellsbæjar frá kl. 16:00 – 16:40.
Fundinn sátu: Sigrún Erla Sveinsdóttir, formaður, Margrét Sif Sævarsdóttir, ritari, og Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Margrét Sif Sævarsdóttir.
Dagskrá:
1. Ákveðið var að hittast í húsnæði tónlistarskólans í Snæfellsbæ í Ólafsvík.
- Þar hittum við Valentinu og fór hún með okkur í skoðunarferð um húsnæðið og aðstaðan skoðuð.
- Valentina minntist á að tónlistarskólinn myndi fá herbergi á neðri hæð húsnæðisins þegar húsnæðið fyrir eldriborgarafélagið myndi verða tilbúið á Ólafsbrautinni og talaði hún um að það yrði gott fyrir þau að fá aðeins meira rými.
- Það er biðlisti í tónlistarskólann eins og er og fullt af fólki að æfa á hljóðfæri sem eru ánægjulegar fréttir.
- Í restina ræddum við um þá hugmynd ef bókasafn Snæfellsbæjar yrði fært í nýja húsið á Ólafsbrautinni. Það myndi leysa vanda sem við stöndum frammi fyrir núna eins og að tónlistarskólanum vantar stærri aðstöðu og þá sáum við fyrir okkur að það væri hægt að opna á milli og gera stóran sal á neðrihæðinni fyrir tónlistarskólann.
- Einnig með því að færa bókasafnið þá myndi aðgengi fyrir fólk með fatlanir lagast og aðgengi þeirra batna þannig allir geti notað bókasafnið í Snæfellsbæ.
- Eins og aðstaðan er núna þá eru tröppur upp á bókasafnið á þeim stað sem það er núna og fólk með fötlun á í erfiðleikum eða jafnvel kemst ekki á bókasafnið. Einnig fólk á Jaðri sem sér sig ekki fært að komast þangað vegna aðgengisins sem er þar núna.
- Við viljum því koma með þá hugmynd til bæjarstjórnar hvort það væri hægt að skoða það að færa bókasafn Snæfellsbæjar í húsnæðið á Ólafsbrautinni því með þeirri færslu og breytingu sjáum við lausn á þeim vanda sem er til staðar þar sem bókasafnið er núna.