Fræðslunefnd

Fræðslunefnd
217. fundur
7. mars 2023 í grunnskóla Snæfellsbæjar frá kl. 16:30 – 18:15.

Fundinn sátu: Sigrún Erla, formaður, Margrét Sif, ritari, Dagbjört og Patryk. Fyrir hönd GSNB: Hilmar Már, skólastjóri, Lilja Stefánsdóttir og Kristín Helga, áheyrnarfulltrúi kennara.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Farið var í heimsókn í Grunnskólann í Ólafsvík og á Hellissandi.  

Byrjað var að fara yfir starfsemi og húsnæðið í Ólafvík. Virkilega flottur og vel útbúinn skóli. Við erum ánægð að sjá hversu vel gengur að hafa símalausan skóla og heyra hvað nemendum finnst þetta gott skref sem tekið var. Farið var yfir það sem búið er að lagfæra og bæta í byggingunni sem er virkilega gott mál. Einnig var talað um það sem er á döfinni eins og gluggaskipti og fleira.  

Farið var inn í eldhúsið sem er að matreiða fyrir hátt í 250 manns og gólfdúkurinn þar inni er ekki í góðu standi. Það þarf að skipta um hann og laga eldhúsið til svo gott sé að matreiða þarna inni í samræmi við fjöldann.  

Stjórnendur hafa áhyggjur af því ef heilbrigðiseftirlitið mæti á staðinn, að eldshúsinu gæti hreinlega verið lokað vegna ástandsins á dúknum á gólfinu.   

Kaffistofa starfsfólks er frekar lítið rými miða við að þarna koma saman um 30 starfsmenn í kaffitíma. 

Skólinn er vel mannaður af menntuðu fólki sem er ánægjulegt fyrir okkar skólastarfsemi og bæjarfélag.  

Skólahúsnæðið á Hellissandi er virkilega skemmtileg hönnun á skólabyggingu. Við fórum yfir það sem búið er að gera, það sem verið er að fara í á næstu dögum/vikum og það sem þarf að gera.  

Anddyrið er flott og hefur heppnast vel. Búið er að skipta um glugga í nokkrum stofum og stefnan er að klára restina fljótlega.  

Það er að koma leki út frá pappa á þakinu og þarf að fara í lagfæringar á þakinu hvernig sem það verður gert og er það í höndum byggingarfulltrúa og hans fólki.  

Það er verið að lagfæra húsnæðið að utan, laga múrskemmdir og síðan á að mála bygginguna að utan þegar búið er að laga undirvinnuna svo að málningin haldist betur á.  

Fundi slitið kl. 18:15.