Fræðslunefnd
200. fundur
22. maí 2019 í leikskólanum Krílakoti frá kl. 20:00.
Fundinn sátu: Þorbjörg, Kristgeir, Gunnsteinn, Monika, Hilmar, Valentina, Guðríður, Inga, Auður og Guðrún
Fundargerð ritaði:
Dagskrá:
1. Leikskólinn
- Sumardagskráin er byrjuð og farið er meira út í vettvangsferðir.
- Eru að klára veturinn og verður opið hús á Krílakoti 29. maí og í Kríubóli 3. júní.
- Undirbúningur vetrardagskrár að fara að byrja.
- Vantar tvær 100% stöður fyrir næsta vetur, verða auglýstar ásamt grunnskólakennurum.
- Viðgerðaráætlun í gangi, gluggaskipti og þess háttar, eldvarnarkerfi, þarf að þrýsta á rafvirkja til að koma og setja það í gang.
- Yfirfara lóðir á báðum leikskólum.
- Inga bað um filmur í glugga til að blokkera hita og kulda, einnig þarf að bæta gólfmálin á Krílakoti,
- Stubbadeild, mjög kalt gólfið.
- Sumarfrí á leikskólanum 12. júlí til 14. ágúst.
2. Málefni tónlistarskólans
- Vortónleikarnir gengu vel,
- Síðasta kennsluvikan er þessi vika, síðasti kennsludagur er 24. maí.
- Innritun í skólann verður í lok ágúst, það er biðlisti núna en það kemur í ljós í haust.
- Pláss fyrir 84.
- Einn nemandi er þverflautuleikari og tók grunnstigspróf í RVK það tókst mjög vel.
3. Málefni grunnskólans
- Kom flott skýrsla út úr skólaþinginu. Ákváðu að byrja á að finna ný gildi – sjálfstæði, metnaður og samkennd varð fyrir valinu.
- Hilmar leggur fram skóladagatal fyrir skólaárið 2019 – 2020 sem fræðslunefndin samþykkir.
- Skólasetning 22.ágúst
- Nýtt sem kom inn núna eru uppbrotsdagar – sem mega vera samtals 10 (þemadagar og starfsfólk vinnur meira en skylda sín, svo stundartaflan riðlast)
- Varðandi starfsmannahald, eru með 3 í námi og þurfa þess vegna að auglýsa stöðugildin.
- Farið verður í viðhaldsmál í sumar, þakið á Hellissandi og klósettin í Ólafsvík.