Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar

Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar
3. fundur
5. júlí 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 09:00 – 10:00.

Fundinn sátuVagn Ingólfsson, Ævar Sveinsson og Baldvin Leifur Ívarsson. 

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

  • Kristinn, Björn, Ragnar og Matthías eru í sumarfríi, en það komu skýrslur frá þeim flestum í tölvupósti.
  • Kristinn lét vita af því að vinna við framkvæmdir við Svöðufoss gengju vel. Þar væri verið að vinna við undirstöður undir brúna.  Jafnframt gengi vel að helluleggja við Bárð Snæfellsás á Arnarstapa.
  • Matthías sendi skýrslu um að það sem hefði verið gert á síðastliðnum mánuði væri að völlurinn hefði verið djúphreinsaður og saumsprettur á grasinu hefðu verið lagaðar. Búið er að laga hjól á mörkunum og setja ný net í 4 mörk.  Búið er að mála varamannaskýrlin.  Vallarsvæðið hefur verið snyrt og slegið.  Brotið grindverk við íþróttahúsið hefur verið fjarlægt.  Í sundlauginni var skiptu um spólurofa í varmadælu og nuddið lagað í pottinum inni.
  • Það sem stendur til að gera í mánuðinum er að bera á saunatunnuna, mála vallarstúkurnar í hvíta og gula litnum og gera við múrinn á íþróttahúsinu. Jafnframt stendur til að mála bílastæðalínur fyrir íþróttahús og skóla og jafnframt að mála austur- og norðurhliðar sundlaugarhússins.  Haldið verður áfram með almenna hreinsun og viðhald, t.d. verður þrifið gras af hellum og úr niðurföllum ásamt því að frárennsluð í sturtunum í karlaklefa í sundlaug verður lagað.
  • Björn lét vita af því að framkvæmdir halda áfram við þekju og lagnir á Norðurtanga í Ólafsvík, m.a. er unnið við lagnaskurði og masturshús. Hann sagði jafnframt frá því að endurbætur á hafnarhúsinu í Ólafsvík eru hafnar.  RARIK er að leggja nýja heimtaug fyrir hafnarsjóð að Norðurgarði í Ólafsvík og í síðustu viku bauð Vegagerðin úr framkvæmdir við þrjú sjóvarnaverkefni í Snæfellsbæ, þ.e. við Ólafsbraut og Ennisbraut í Ólafsvík og á Hellnum.  Tilboð verða opnuð 19. júlí n.k.
  • Næsti fundur verður þriðjudaginn 9. ágúst kl. 09:00.

Fundi slitið kl. 10:00