Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar

Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar
5. fundur
6. september 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 09:30 – 11:23.

Fundinn sátu: Kristinn Jónasson, Matthías Páll Gunnarsson, Vagn Ingólfsson, Hilmar Már Arason, Baldvin Leifur Ívarsson, Ragnar Már Ragnarsson og Björn Arnaldsson.  Ævar komst ekki.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

 • Björn sagði frá framkvæmdum við hafnirnar:
  1. Framkvæmdir við þekju og lagnir á Norðurtanga í Ólafsvík halda áfram, lagnavinna er að mestu búin og er unnið við að steypa þekju.
  2. Endurbætur á hafnarhúsinu í Ólafsvík halda áfram, búið er að skipta um þak og þakkant, glugga og útihurðir og búið að einangra húsið að utan.
  3. Unnið er við endurnýjun á öllum rafmagnsbúnaði á Norðurgarði í Ólafsvík og frágangi við nýtt masturshús að utan er að mestu lokið.
  4. Jarðvinna er hafin við uppsátur í Rifshöfn, en þar á að steypa smá gangstétt og þökuleggja.
  5. Unnið er að undirbúningi vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í innsiglingunni til Rifshafnar en gert er ráð fyrir að dýpka um 4.000 fm. svæði. Stefnt er að því að innsiglingin verði öll með -7,0 metra dýpt.
  6. Vegagerðin opnaði tilboð í sjóvarnarverkefni í Ólafsvík og á Hellnum 23.08. s.l. og bárust tvö tilboð, bæði yfir kostnaðaráætlun. Verið er að yfirfara tilboðin. Þetta var taka tvö þar sem engin tilboð bárust við fyrri auglýsingu.
  7. Vinnu við grjótvörn og undirstöðu fyrir listaverk Jo Klay – Frelsisvitann – á Hellissandi er lokið og er Vitinn komin upp.
  8. Búið er að skipta um 40 fríholtalengjur í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn.
 • Vagn fór yfir helstu framkvæmir. Frágangur á anddyrinu á skólanum á Hellissandi:  Viðar Hafsteins smiðaði snaga í anddyrið.  Flott vinna og búið að setja þá upp. Frágangur á stofum eftir dúkarann er búinn.  Dúkarinn gerði vel og dúklagningin tókst vel.  Búið að lakka sólbekki við gluggana sem búið er að skipta um.  Búið er að skipta um nokkra glugga á Hellissandi og vonir standa til að hægt sé að skipta um fleiri í haust, allavega að ljúka við austuhliðinia og jafnvel suðausturhornið á skólahúsnæðinu.  Eftir það þarf að snúa sér að gluggaskiptum í Ólafsvík.  Eftir að skóli byrjaði aftur er sýsl í kringum það.  Í september væri gott að komast í þakkantinn á Hellissandi og setja dúk á þann hluta þaksins sem hefur verið erfiðast. Æskilegast væri ef hægt væri að fá mann með Vagni í það verk.  Anddyrið er orðið gott, en þarf að fá skóhillur sambærilega við þær sem eru í Ólafsvík, til að bæta skipulagið.  Þarf að skoða hvort hægt sé að fá þær tilbúnar eða hvort þurfi að láta smíða þær.  Eiríkur er búinn að vera að vinna við múrviðgerðir á Hellissandi.  Vagn, Ragnar og Eiríkur þurfa að hittast fljótlega og fara yfir það sem búið er að gera og það sem þörf er að gera fyrir málningu. Það er dálítil tímapressa á þessu verki svo hægt sé að mála skólann áður en veður fara að versna í haust.  Það þarf líka að finna lit á skólann og panta efnið, þ.e. málningu, sýlan o.fl., svo það sé til þegar mannskapur fæst og húsnæðið er tilbúið fyrir málun.  Vagn og Ragnar þurfa að fara að taka mál af hurð inni í Ólafsvík.  Það þarf líka að fara í framkvæmdir í eldhúsinu í Ólafsvík.  Gott væri að taka haustið í að skoða það sem þarf að gera þar og skólastjóri þarf að leggja það fyrir fjárhagsáætlun 2023.  Það þarf að fara í það að koma í veg fyrir að bílar leggi á rútustæðinu á Hellissandi.
 • Leifur fór yfir það að það væru allskonar mál í gangi hjá honum. Íbúðin í Vallholti 19 er tilbúin og búið að flytja í hana.  Vindbrjótur á tjaldstæðinu á Hellissandi er líka tilbúinn ásamt fleiri smáverkum á tjaldstæðinu.  Búið er að panta nýjar gardínur fyrir Jaðar og verið er að bíða eftir þeim.  Búið er að skoða íbúðina sem við vorum að kaupa í Engihlíðinni.  Það þarf ýmislegt að gera þar áður en hún fer í útleigu.  Í einni Fossabrekkuíbúðinni þarf að endurglerja og laga opnanleg fög.  Leifur ætlar að tala við Jónas um að skoða gluggamál í nokkrum íbúðum hjá okkur.  Áhaldahúsið er búið að endurnýja að hluta girðingu við leikskólann á Hellissandi.  Á leikskólanum í Ólafsvík var endurinnréttuð kompa og ljúka við dúklagningu á starfsmannarými þar sem dúkurinn er orðinn skemmdur.  Sumarlistinn frá leikskólastjóranum vegna framkvæmda við leikskólann er búinn, þó enn séu eftir örfrá smáverk.  Búið er að skipta um þakið á tónlistarskólanum á Hellissandi en enn á eftir að fá og setja flasningar.  Það þarf að ljúka því sem fyrst.
 • Matthías sagði frá því að búið er að vera vesen með blöndunartækin í sundlaugarkjallaranum. Myndavélarkerfið er líka að detta inn og út…líklegast þarf að endurnýja einhverjar af vélunum þar sem þær eru orðnar gamlar og veðurbarnar. Eitthvað af glerjum er orðið brotið/sprungið í sundlauginni og þarf að skipta um það.  Það þurfa að vera réttar festingar á þeim.  Búið er að vera að laga rafmagn í kjallaranum.  Enn er verið að bíða eftir Eiríki frá því í vor, en það stendur vonandi til bóta.  Líklegast hægt að loka fyrir lekann núna í haust og múra næsta vor.  Búið er að tala við Metratron vegna kastarans sem er bilaður á Ólafsvíkurvelli.  Samt hefur ekkert gerst svo næsta skref er að hafa beint samband við framleiðanda erlendis.  Við íþróttahúsið er búið að hreinsa hellurnar.  Sumar eru orðnar lausar svo það þarf að sanda, eða gera eitthvað annað til að festa þær.  Það hefur ekkert lekið núna í rúmt ár, eftir að niðurföllin voru hreinsuð.  Saumurinn á dúknum á stóra þakinu er orðinn þreyttur og eflaust þarf að fara að huga að endurnýjun á honum.  Það dropar inn á nokkrum stöðum eftir mjög miklar slagveðursrigningar.  Búið er að vera vandamál með hitatúbuna í íþróttahúsinu núna í ágúst og verið er að vinna í því.
 • Ragnar sagði frá því að verið sé að vinna í flutningi á húsunum sem eru að koma á Ólafsbrautina. Möguleiki er á því að þau geti komið vestur á sunnudaginn næsta.  Húsið er nánast tilbúið til flutnings.  Það myndi henta okkur betur ef það væri sunnudagurinn eftir það, svo við séum tilbúin til að taka á móti því.  Gámasvæðið er eitthvað sem þarf að fara að ljúka við.  Það eru komnar umsóknir um leyfi fyrir gáma þar, en það er eftir að ganga frá umgengnis- reglum og leigureglum/samningum.  Það er töluverð eftirspurn eftir lóðum, svo það þarf að fara að skoða gatnagerð á þeim svæðum.  Gluggarnir í Ráðhúsið fara að koma til landsins.  Það þarf að panta flekahurð milli stofa í Ólafsvík.  Verið er að skoða möguleikann á að koma körfubolta- velli á skólalóðina í Ólafsvík.  Verið er að ljúka við teikningar að anddyrinu á Jaðri en það fékkst styrkur í þá framkvæmd á árinu.  Það þarf að skipta um bílskúrshurð í einni íbúðinni í Engihlíð 16.  Verið er að vinna í ástandsúttektum á fasteignum og byrjað var á Bárðarási 1.
 • Næsti fundur verður þriðjudaginn 4. október kl. 09:00.

Fundi slitið kl. 11:23