Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar

Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar
6. fundur
4. október 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 09:00 – 09:55.

Fundinn sátu: Kristinn Jónasson, Ragnar Már Ragnarsson, Vagn Ingólfsson, Matthías Páll Gunnarsson, Björn Arnaldsson, Baldvin Leifur Ívarsson og Hilmar Már Arason. Ævar komst ekki.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Ævar sendi framkvæmdalista fyrir Áhaldahúsið.

  • Lokið var við grindverk við leikskólann á Hellissandi. 
  • Reistir voru sökklar við Ólafsbraut 23. 
  • Verið er að hreinsa af öllum andyrum á Gufuskálum, bæði járn og einangrun. 
  • Verið er að slópa veggi að utan á grunnskólahúsnæðinu á Hellissandi. 
  • Búið er að skipta út 47 hausum á götulýsingunni. 
  • Verið er að mála grindverk þegar veður leyfir. 

2. Björn fór yfir helstu framkvæmdir á höfnum Snæfellsbæjar: 

  • Framkvæmdir við þekju og lagnir á Norðurtanga í Ólafsvík halda áfram, lagnavinna er að mestu búin, unnið er við að steypa þekju og frágang á masturshúsi. 
  • Endurbætur á hafnarhúsinu í Ólafsvík halda áfram, búið er að skipta um þak og þakkant, glugga og útihurðir, búið er að einangra húsið að utan, setja áfellur á þakkant og rétta allt af. Húsið er tilbúið til klæðningar. 
  • Jarðvinnu  við uppsátur í Rifshöfn er lokið og búið er  að steypa smá gangstétt en eftir er að þökuleggja. 
  • Unnið var við dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni til Rifshafnar og búið að dýpka um 800 m3  þegar dýpkunarpramminn sökk við bryggju. Sjó var dælt úr prammanum og grafan  hífð á land og er framkvæmdin stopp á meðan unnið er að viðgerðum á tækjum og búnaði verktakans, en verktakinn stefnir á að ljúka við verkið. 
  • Vegagerðin opnaði tilboð í sjóvarnarverkefni í Ólafsvík og á Hellnum 23.08. s.l. og bárust tvö tilboð, bæði yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin fór yfir  tilboðin og fundaði með lægstbjóðanda og í framhaldi af því ákvað hún að hafna öllum tilboðum og bjóða verkið aftur út og þá í byrjun næsta árs.  
  • RARÍK hefur lokið við frágang við hafnarhúsið í Ólafsvík en steypa þurfti nýja gangstétt vegna lagningu á nýrri heimtaug að Norðurgarði.  

Fundi slitið kl. 09:55.