Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar

Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar
7. fundur
1. nóvember 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 09:00 – 10:37.

Fundinn sátu: Kristinn Jónasson, Ragnar Már Ragnarsson, Vagn Ingólfsson, Matthías Páll Gunnarsson, Björn Arnaldsson, Ævar Sveinsson og Baldvin Leifur Ívarsson.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Vagn fór yfir framkvæmdir vegna grunnskólans: 

  • Staðan á Grunnskólanum á Hellissandi er þannig að suðurhlið hefur verið fullmúruð og sílanborin.  
  • Vesturhlið og norðurhlið hafa verið bollaðar niður og vinna er í gangi við sprunguviðgerðir og múrvinnu eftir því sem veður leyfir, vonir standa til að hægt verði að klára þær fullmúraðar og sílanbornar.  
  • Rampur hefur verið steyptur við inngangshurð á norðurhlið skólans og hann vel búinn með tilliti til fatlaðra.  
  • Skóhillur smíðaðar af Viðari Hafsteinssyni hafa nú verið settar upp í anddyri skólans og hita hleypt á gólf, anddyrið er nú tvískipt skófatnaður í fremra rými og fatnaður í innra rými. Mikil lukka með þetta hjá bæði börnum og starfsfólki.  
  • Lagfæring á girðingu við gamla skólann. 
  • Haldið áfram að skipta út flúorperum fyrir led ljós í grunnskólanum í Ólafsvík. 
  • Fyrirhugað og í athugun með framkvæmdir í nóvember. 
  • Í skoðun er smíði á vettlingarofni í anddyri. 
  • Vonandi næst að klára múrviðgerðir á vestur og norðurhlið. 
  • Glugga ísetningar hafa verið stopp en reglulega er hringt í smiðinn og minnt á þörfina á að klára glugga á austurhliðinni og þeir lofa okkur að koma um leið og færi gefst. 
  • Skoða þarf hvort eigi að fara í að kaupa nýjar flæsningar yfir topp á neðri kanti í staðinn fyrir þær sem fyrir eru en þær ná engan vegin að gera það gagn sem þeim er ætlað, þetta þyrfti að skoða vel.  Samþykkt að fara í það að panta nýjar flæsningar. 
  • Athuga með kjarnaborun vegna loftunar á steypustokk skólans enda engin hreyfing á lofti þar inni sem hugsanlega veldur því að málning tollir ekki á þakkanti, einnig er mikil rakamyndun inni í stokknum sem er mjög óæskileg. Væntanlega þyrfti að vera komin niðurstaða í hvor leiðin verður farin í þakinu til að ákveða hvort borað yrði uppí stokkinn eða innum hliðar hans. 

2. Hilmar skólastjóri sendi minnispunkta varðandi viðhaldsverkefni í grunnskólanum sem þyrfti að fara í á árinu 2023. 

Hann sendir þetta jafnframt á bæjarstjórn vegna fjárhagsáætlunarvinnu.  Í punktunum kemur fram að viðhaldi hafi verið ágætlega sinnt síðustu ár, en byggingar skólans séu orðnar gamlar og kominn sé tími á stór viðhaldsverkefni, m.a.a til að koma í veg fyrir leka í byggingum sem valda rakaskemmdum.  Best sé að koma í veg fyrir slík mál með því að bregðast við tímanlega.  Hann sagði jafnframt að búið væri að eiga gott samstarf við tæknideild Snæfellsbæjar varðandi slík verkefni. 

Í Ólafsvík þarf að… 

  1. …skipta um glugga í stofum 5, 6, 7 og 8.  Það sé búið að panta gluggana og þeir séu komnir.   
  2. …það þarf að setja nýtt gólfefni og bæta loftun í eldhúsi – jafnframt að endurskipuleggja eldhúsið í leiðinni.   
  3. …það er orðið nauðsynlegt að huga að málningarvinnu utanhúss.

Á Hellissandi þarf að…

  1. …skipta um glugga í skólanum 
  2. …endurnýja þakið 
  3. …ljúka við að loka ytra birði skólans (múra, sílanbera og mála)

Á Lýsuhóli þarf að…

  1. …skipta um dúk á þaki félagsheimilisins.  Löngu tímabært þar sem hann er sprunginn og heldur engum raka. 
  2. …skipta um glugga og klæðningu utan á eldhúsi, anddyri, smíðastofum og sviði.  Víða eru rakaskemmdir í veggjum undir gluggum. 
  3. …yfirfara þarf glugga á skólagangi sem snúa í norður.  Í miklu vatnsveðri kemst vatn inn sem skemmir útfrá sér bæði gluggakistur og gólfdúk. 
  4. það þarf að skoða gólfið í salnum. 

3. Björn fór yfir framkvæmdir á vegum hafnarinnar.

  • Framkvæmdir við þekju og lagnir á Norðurtanga í Ólafsvík halda áfram, unnið er við  þekju og frágang í masturshúsi að utan og innan.  Búið er að taka hluta af þekjunni í notkun. 
  • Endurbætur á hafnarhúsinu í Ólafsvík halda áfram, verið er að klæða húsið að utan. 
  • Vinnu  við uppsátur í Rifshöfn er lokið, búið er  að steypa kantstein, smá gangstétt og þökuleggja. 
  • Vinna við dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni til Rifshafnar er stopp þar sem dýpkunarpramminn sökk við bryggju eins og áður hefur komið fram. Verktakinn er í viðræðum við sitt tryggingafélag og stefnir hann á að ljúka við verkið. 
  • Verið er að hanna og teikna stækkun og hækkun á trébryggju við gafl stálþils við Norðurtanga í Ólafsvík og er gert ráð fyrir framkvæmdum árið 2023. 
  • Vinna hefst í þessari viku við uppsetningu á ljósastaurum og steypu á gangstétt við Snoppuveg í Ólafsvík. 

4. Leifur fór yfir ýmsar framkvæmdir vegna húsnæðis bæjarins.

  • Unnið við Engihlíð 16e 
    • Nýtt gólfefni parket og flísar 
    • Almálað  
    • Skipt um borðplötur í eldhúsi + vask og helluborð 
    • Ýmsar aðrar minni lagfæringar 
  • Skipt um perur á Klifi ca. 30 stk. Í framhaldi af því rætt við Sigurjón rafvirkja um að breyta lýsingu í sal og kaffisölu yfir í Led og þá um leið að skipta um dimmera. 
  • Ýmis önnur minni útköll á Jaðar, leikskóla, tónlistarskóla og skóla.

5. Matthías fór yfir framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja.

  • Matthías fór yfir framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja: 
  • Gengið frá vökvunarkerfi á fótboltavelli fyrir veturinn – frosttæmt.  Dælan þarf að fara í viðgerð. 
  • Vaðlaug og lendingarlaug lokuð hlerar settir á. 
  • Farið yfir klór síur og síur á miðstöðvarkerfi. 
  • Gert við fótboltamark. 
  • Laga þeytivindu í karlaklefa. 
  • Skipt um þensluloka á stóru varmadælunni. 
  • Skipt um tvær miðstöðvardælur fyrir heitgas. 
  • Hitatúpa íþróttarhúsi bilar og sett var nýtt stýrispjald. 
  • Myndavél á útisvæði við sundlaug löguð. 
  • Ljós á fótboltavelli. Þeir hjá Metatron komu og löguðu kastara  í mastri  götumegin næst gilinu ljós nr. 6, en ljós nr. 4  í mastri nær sundlaug er bilað ennþá og segja þeir að það sé á leiðinni. 
  • Innipottur settur á varmadælurnar og tekinn af hitatúpu.  

6. Ævar fór yfir framkvæmdir hjá Áhaldahúsinu.

  • Aðstoðað við að slípa veggi á skólanum á Hellissandi. 
  • Skipt var um gler á Lýsuhóli. 
  • Rifin litlu þökin á anddyrunum á Gufuskálum. 
  • Unnið við Ólafsbraut 23 – búið að flytja öll 4 húsin vestur og koma 2 fyrir á gámastöðinni.  Tvö hús eru á Ólafsbrautinni og verið er að festa þau þar. 
  • Skipt um brunnhana á Snoppuvegi – hann færður og settur nýr við nýju þjóðgarðsmiðstöðina. 
  • Rifinn pallurinn á Lýsuhóli. 
  • Búið að laga regnvatnslagnir við Ólafsbrautina sem stífluðust. 

7. Ragnar fór yfir nokkra punkta frá tæknideildinni.

  • Búið er að flytja húsin sem bærinn festi kaup á úr Vatnsmýrinni vestur í Ólafsvík. Fjórum einingum hefur verið komið fyrir á geymslusvæði bæjarins við Rif þar sem að að þau verða geymd þar til að búið er að ganga frá teikningum ofl fyrir þau hús. Fundað verður með forsvarsmönnun Einars P & Co í dag til að finna tíma til að loka húsinu við Ólafsbraut.  
  • Unnið er að aðaluppdrætti fyrir húsin sem eiga að koma á Lýsuhól og verður hann vonandi klár í þessari viku.  
  • Hafin er vinna við að skrá inn lausar lóðir sem eiga að birtast á vefsjá bæjarins og mun sú vinna klárast í október og verður í framhaldi aðgengileg almenningi að þeirri vinnu lokinni.  
  • Til stendur að smíða nýja glugga fyrir vestasta húsið á Gufuskálum og er unnið að því að teikna þá þannig að þeir uppfylli kröfur um flóttaleiðir. Smíði þeirra gæti hafist fljótlega og er stefnt að því að hefja ísetningu þeirra sem fyrst.  
  • Fyrir liggur mikil vinna í endurnýjun lóðarleigusamninga í sveitarfélaginu og er sú vinna hafin og gengur hún vel. Áframhald verður á þeirri vinnu samhliða öðrum verkefnum deildarinnar í vetur.  
  • Tæknideildin er að yfirfara og vinna kostnaðaráætlanir fyrir ýmsar stofnanir bæjarins í aðdraganda fjáhagsáætlunar.  
  • Finna þarf tíma í samráði við starfsfólk sundlaugarinnar til að hefja framkvæmdir á búningsklefum sundlaugarinnar til að bæta aðgengi fólks með skertu hreyfigetu. Ekki þarf að fara í miklar framkvæmdir til að bæta aðgengið verulega.  
  • Unnið er að tveimur skipulagmálum þessa dagana, bæði fyrir Djúpalónssand í samvinnu við Umhverfisstofnun, einnig fyrir fyrirhugað baðlóð í Krossavíkinni.  
  • Framkvæmdir eru hafnar á tveimur lóðum í Fossabrekkunni þar sem stendur til að byggja einbýlishús. Einnig er töluverð eftirspurn eftir lausum lóðum á ýmsum stöðum í sveitarfélaginu bæði fyrir íbúðar og atvinnuhúsnæði.   

8. Næsti fundur verður þriðjudaginn 6. desember kl. 09:00.

Fundi slitið kl. 10:37.