Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar

Framkvæmdateymi Snæfellsbæjar
8. fundur
6. desember 2022 með rafrænum hætti frá frá kl. 09:00 – 10:00.

Fundinn sátu: Fundur var haldinn á annan hátt en vanalega þar sem fundarsalurinn var tvíbókaður þennan dag.  Í stað þess að hittast fékk bæjarritari senda punkta frá fundarmönnum þar sem fram komu helstu framkvæmdir síðasta mánaðar.

Fundargerð ritaði: Lilja Ólafardóttir, bæjarritari.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Ævar fór yfir framkvæmdir á vegum Áhaldahússins.

  • Ólafsbraut 23: Á tímabilinu 1-10. nóvember voru botnstykkin löguð og húsið fest við sökkla. Eftir 10. nóv. var byrjað að hófa niður gólf og síðan þök.  Súð var endurnýjuð að hluta og síðan pappað yfir.
  • Á Gufuskálum voru grafnir upp kaplar meðfram götulýsingu og þeir lagaðir.
  • Á tjaldstæðinu í Ólafsvík var strað við rotþró – hún tekin upp og endurnýjuð. Rotþróin var stútfull og ekki í góðu standi.
  • Vatn og skólp var tengt við raðhús á Hellissandi.
  • Undirbúningur á lagningu rafstrengs inn í Ólafsbraut 23
  • Jólaundirbúningur hófst í nóvember. Sett voru upp jólatré og jólaskraut.

2. Björn fór yfir framkvæmdir á vegum hafnarinnar.

  • Framkvæmdir við þekju og lagnir á Norðurtanga í Ólafsvík halda áfram, unnið er við frágang í masturshúsi að Ekki verður steypt meira af þekjunni fyrr en næsta vor en búið er að steypa um 67% af henni og hefur hún verið tekin í notkun. Þá er búið að ganga frá öryggisatriðum við steypubrúnir. Tenglaskápar hafa verið settir upp og verið er að vinna við rafmagnstengingar við skápana.
  • Endurbætur á hafnarhúsinu í Ólafsvík halda áfram, búið er að klæða húsið að utan og verið er að undirbúa næsta áfanga sem er viðbygging.
  • Vinna við dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni til Rifshafnar er stopp eins og áður hefur komið fram. Verktakinn er í viðræðum við sitt tryggingafélag og stefnir hann á að ljúka við verkið næsta vor.
  • Búið er að hanna og teikna stækkun og hækkun á trébryggju við gafl stálþils við Norðurtanga í Ólafsvík. Útboð vegna efniskaupa er í vinnslu og er gert ráð fyrir framkvæmdum árið 2023.
  • Búið er að setja upp 3 stk. ljósastaura og steypa gangstéttir á hafnarsvæði Ólafsvíkurhafnar við Snoppuveg. Verið er að setja ljós á staurana og tengja.

3. Matthías fór yfir framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja og tölvumála.

    1. Framkvæmdir við þekju og lagnir á Norðurtanga í Ólafsvík halda áfram, unnið er við frágang í masturshúsi að Ekki verður steypt meira af þekjunni fyrr en næsta vor en búið er að steypa um 67% af henni og hefur hún verið tekin í notkun. Þá er búið að ganga frá öryggisatriðum við steypubrúnir. Tenglaskápar hafa verið settir upp og verið er að vinna við rafmagnstengingar við skápana.
    2. Endurbætur á hafnarhúsinu í Ólafsvík halda áfram, búið er að klæða húsið að utan og verið er að undirbúa næsta áfanga sem er viðbygging.
    3. Vinna við dýpkunarframkvæmdir í innsiglingunni til Rifshafnar er stopp eins og áður hefur komið fram. Verktakinn er í viðræðum við sitt tryggingafélag og stefnir hann á að ljúka við verkið næsta vor.
    4. Búið er að hanna og teikna stækkun og hækkun á trébryggju við gafl stálþils við Norðurtanga í Ólafsvík. Útboð vegna efniskaupa er í vinnslu og er gert ráð fyrir framkvæmdum árið 2023.
    5. Búið er að setja upp 3 stk. ljósastaura og steypa gangstéttir á hafnarsvæði Ólafsvíkurhafnar við Snoppuveg. Verið er að setja ljós á staurana og tengja.

     

    • Matthías fór yfir framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja og tölvumála:
    1. Fimm ný gler voru sett í skjólvegg í sundlaugargarði
    2. Sett var upp innskráningarkerfi fyrir sundlaugina
    3. Eldvarnarhurð var sett upp í sundlaugarkjallara
    4. Verið er að setja upp sjálfvirkt klórkerfi fyrir innipottinn.

    Farið var í umtalsverðar endurbætur á tölvukerfi SNB þar sem netþjónninn Stapi var orðinn frekar gamall. Var hann tekinn úr umferð og sett upp nýtt kerfi. Sett var upp ný vél fyrir teikningasafn tæknideildar ásamt gagnahýsingu fyrir þjóðar- og íbúðasýn. Nýr prentþjónn var settur upp og DNS þjónn lagaður.   Settur var upp nýr netþjón sem kallast ENNI

    Þar sem SNB og FSSF voru með sameiginlegt umhverfi var farið í að stofna sér umhverfi fyrir FSSF og þeim eytt út úr SNB kerfinu vegna persónuverndarstefnu og gagnaöryggis.

    1. Nýtt umhverfi stofnað fyrir FSSF
    2. Notendur FSSF fluttir úr Snæfellsbæjar umhverfi yfir í nýtt umhverfi
    3. Öryggisþættir í umhverfi Snæfellsbæjar og FSSF virkjaðir
    4. Aðgengi að gögnum og skjölum takmarkað.

    Origo tekur öryggisafrit af Office 365 umhverfi SNB og FSSF. Gögnin eru geymd á Íslandi í ISO 27001 og SOC2 vottuðum gagnaverum. Gögnin eru geymd í dulrituðu formi og fylgst er með gerð aðgangi að vistuðum gögnum á öruggan máta. Tekið er afrit af Exchange, Sharepoint, OneDrive og Teams.

    1. Gögn eru afrituð á fjögurra klst. fresti
    2. Afrituð gögn eru geymd í 1 ár

    Sett var upp fjölþátta auðkenningu á tölvukerfi Snæfellsbæjar, vörn á tölvupóst, vírusvörn og fleiri öryggisþættir virkjaðir.

    Öryggishugbúnaður fyrir útstöðvar, Antivírus, Antispam, Eldveggur o.fl. virkjað

    Virkja var að notendur geta endursett eigið lykilorð.

4. Leifur fór yfir sín mál:

  • Íbúð á Jaðri var tekin í gegn.
  • Á Jaðri var jafnframt skipt út rúllugardínum og gardínustöngum.
  • Smávægilegt viðhald fór fram í Klifi
  • Í Engihlíð 18, 3hv var brotið í kringum tvo glugga og hafa þeir leikið. Jónas smiður hefur verið fenginn til að laga þetta.
  • Mánuðurinn hefur farið í viðhaldsverkefni á ýmsum stöðum, t.d. á leikskólanum og í Engihlíð 22, 3hh.

5. Vagn fór yfir framkvæmdir vegna grunnskólans:

    1. Fjarlægðir 4 stólpar af skólalóð við grunnskólann í Ólafsvík til að snjómoksturstæki eigi greiðara með að athafna sig. Hellulagt í sár undir þeim.
    2. Hellulagt við NV horn á sparkvelli í Ólafsvík.
    3. Málningarvinna í heimilisfræðistofu í Ólafsvík.
    4. Búið er að sílanbera N og V hlið grunnskólans á Hellissandi en kantur á þeim er óáborinn.
    5. Skápur í kaffistofu grunnskólans í Ólafsvík fjarlægður úr innréttingu og gert klárt þar fyrir uppþvottavél.
    6. Eftir síðasta fund hafði ég samband við Viðar Hafsteinsson um að kjarnabora göt til loftræstingar á steypustokk utaná á grunnskólanum á Hellissandi og hann ætlar í það.
    7. Eftir samtal við Eirík Gautsson varðandi múrviðgerðir þá ákvað hann að best væri vegna ótryggra veðra að fresta múrviðgerðum fram á vorið eða strax og veður leyfir.
    8. Fyllt á saltílát við báða skóla.
    9. Eitrað fyrir silfurskottum í grunnskóla Ólafsvíkur.
    10. Útikrani settur við grunnskólann í Ólafsvík. Vinna þarf betur að því enda hvorugur skólinn haft aðgang að vatni.
    11. Bókasafnið í Ólafsvík málað og útiljós sett upp á Hellissandi (viðbót frá skólastjóra)

    Það sem til stendur í desember.

    1. Smá lagfæringar að utan á Kálfi í Ólafsvík.
    2. Koma fyrir tveimur uppþottavélum í grunnskólanum í Ólafsvík. Annað er ekki fyrirsjáanlegt eins og stendur.

    Það sem leggja verður áherslu á.

    1. Mér skilst að væntanlegir séu menn til að lagfæra þak á Gufuskálum og áríðandi er að þeir verði fengnir í bráðabirgðaviðgerð á efra þaki Grunnskólans á Hellissandi. Það þarf að klárast sem fyrst þannig að við losnum undan miklum leka þar ef rignir, um er að ræða 4 – 6 m2 dúklögn á SV horni.
    2. Hilmar skólastjóri leggur áherslu á það að flekahurð sem aðskilur tvær stofur í grunnskóla Ólafsvíkur verði keypt fyrir áramót.
    3. Vonandi fer það að skýrast hvað á að gera í þaki grunnskólans á Hellissandi og þá í framhaldi fengnir menn að þeirri framkvæmd það þolir ekki lengri bið og verður að gerast næsta sumar.
    4. Eldhús grunnskólans í Ólafsvík þarfnast orðið mikillar lagfæringar en ég hef þegar sýnt aðilum í bæjarstjórn það. Leggja verður áherslu á að fá mannskap í það verkefni strax og skóla lýkur næstkomandi sumar.
    5. Leggja þarf áherslu á að tryggja mannskap í lagfæringar á þaki yfir anddyri barna við grunnskólann í Ólafsvík þannig að það verði hægt að fara í þá framkvæmd strax og skóla lýkur.
    6. Þarf að ítreka nauðsyn þess að halda áfram að skipta um glugga á Hellissandi (viðbót frá skólastjóra).

6. Næsti fundur verður á nýju ári þriðjudaginn 3. janúar kl. 09:00.

Fundi slitið kl. 10:00.