Fundargerðir

Hafnarstjórn
127. fundur
2. maí 2018 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:30 – 21:30

Fundinn sátu: Anton Ragnarsson formaður, Pétur Pétursson, Kristjana Hermannsdóttir, Gísli Bjarnason, Fríða Sveinsdóttir og Björn Arnaldsson hafnarstjóri

Fundargerð ritaði:.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Bréf frá bæjarritara

Bréf frá bæjarritara dags. 12.12. 2017, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 126. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

2. Fundargerðir Hafnasambands Íslands

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 399 dags. 01.12. 2017, nr. 400 dags. 22.01. og nr. 401 dags. 26.02. 2018. Lagt fram til kynningar.

3. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands

Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 06.12. 2017. Meðfylgjandi er sameiginlegt bréf Hafnasambands Íslands og Samgöngustofu dags. 06.12. 2017, varðandi öryggismál hafna landsins. Lagt fram til kynningar.

4. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands

Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 06.12. 2017. Meðfylgjandi er fundargerð samráðshóps Fiskistofu og Hafnasambandsins dags. 20.09. 2017. Lagt fram til kynningar.

5. Tölvupóstur frá Láka Tours

Tölvupóstur frá Láka Tours – Grundarfirði dags. 15.04. 2018, varðandi ósk um stöðuleyfi fyrir 3 stk. 20 feta gámahús á hafnarsvæði Ólafsvíkurhafnar við Norðurgarð, vegna þjónustu við hvalaskoðunarbát félagsins sem gerður er út frá Ólafsvík. Meðfylgjandi eru myndir af væntanlegum gámahúsum. Einnig var lagður fram tölvupóstur frá umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar dags. 02.05. 2018, og fundargerð nefndarinnar dags. 30.04. 2018, um sama mál. Samþykkt samhljóða að gera ekki athugasemdir við að Láka Tours verði veitt umbeðið stöðuleyfi, en samráð verði haft við hafnarstjóra um staðsetningu og frágang.

6. Meðhöndlun úrgangs og farmleifa

Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum hjá Höfnum Snæfellsbæjar. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og sagði jafnframt frá því að áætlunin hafi verið staðfest hjá Umhverfisstofnun. Áætlunin samþykkt samhljóða.

7. Ársreikningur Hafnasambands Íslands

Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2017. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn. Lagt fram til kynningar.

8. Ársreikningur Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar

Ársreikningur Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar fyrir árið 2017. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.

9. Umræða um framkvæmdir við steypu á þekju við Rifshöfn.

Þar sem þetta er síðasti fundur núverandi hafnarstjórnar á kjörtímabilinu, þakkaði hafnarstjóri hafnarstjórninni fyrir gott samstarf.

Fundi slitið kl. 21:30.