Hafnarstjórn

Hafnarstjórn
129. fundur
4. desember 2018 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:30 – 21:45.

Fundinn sátu: Þóra Olsen varaformaður, Heiðar Magnússon, Kristjana Hermannsdóttir, Sæunn Dögg Baldursdóttir, Þráinn Viðar Egilsson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Bréf frá bæjarritara

Bréf frá bæjarritara, dags. 09.11.2018, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 128. fundar hafnarstjórnar.

Lagt fram til kynningar.

2. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 406, dags. 05.10, nr. 407, dags. 24.10. og nr. 408 dags. 23.11.2018.

Lagt fram til kynningar

3. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands varðandi öryggi í höfnum.

Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands, dags. 30.11.2018. Meðfylgjandi er ályktun frá 41. hafnasambandsþingi varðandi öryggi í höfnum. Hafnarstjóri gerði grein fyrir ályktuninni.

Lagt fram til kynningar.

4. Gjaldskrá hafnarsjóðs árið 2019.

Gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir árið 2019. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og fór yfir helstu liði hennarGjaldskráin samþykkt samhljóða.  

5. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs árið 2019.

Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2019. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennarFjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða 

6. Hafnarstjóri sagði frá því að hafnasambandsþing árið 2020 verði haldið í Snæfellsbæ.

 

Fundi slitið kl. 21:45.