Hafnarstjórn
130. fundur
8. maí 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 21:00 – 22:45
Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Þóra Olsen, Heiðar Magnússon, Þráinn Viðar Egilsson, Sæunn Dögg Baldursdóttir og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. Bréf frá bæjarritara
Bréf frá bæjarritara dags. 11.12. 2018, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 129. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.
2. Fundargerð 41. hafnasambandsþings dags. 24.-25.10. 2018.
Lagt fram til kynningar.
3. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 409 dags. 18.01., nr. 410 dags. 15.02., nr. 411 dags. 22.03. og nr. 412 dags. 10.04. 2019. Lagt fram til kynningar.
4. Bréf frá N1 ehf.
Bréf frá N 1 ehf. dags. 22.03. 2018, (2019) varðandi ósk félagsins um að fá heimild til þess að setja upp eldsneytisbyssu við löndunarkranann efst á Norðurtangabryggjunni í Ólafsvík skv. meðfylgjandi teikningu. Samþykkt samhljóða að hafna erindinu þar sem hafnarstjórn telur ekki æskilegt að hafa olíuafgreiðslu svo nálægt löndunarkrana.
5. Gjaldskrá hafnarsjóðs
Gjaldskrá hafnarsjóðs frá 01.06. 2019. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og sagði frá því að skv. ákvæði í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004, þyrfti að bæta inn í gjaldskrána ákvæði um sorphirðu og förgun. Er því ákvæði bætt við 11. gr. í gjaldskránni, en aðrar greinar hennar eru óbreittar. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
6. Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2018.
Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn. Lagt fram til kynningar.
7. Ársreikningur Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar fyrir árið 2018.
Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.
8. Rætt var um núverandi staðsetningu á löndunarkrönum í Rifshöfn. Hafnarstjóri sagði frá því að gert væri ráð fyrir að löndunarkranarnir yrðu færðir á fyrri stað fyrir lok maí 2019.