Hafnarstjórn
131. fundur
29. ágúst 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:30 – 21:35.
Fundinn sátu: Þóra Olsen, varaformaður, Pétur Pétursson, Heiðar Magnússon, Hallgrímur Á. Ottósson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. Bréf frá bæjarritara, dags. 10.05. 2019, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 130. fundar hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
2. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 412 dags. 15.05. 2019.
Lagt fram til kynningar.
3. Deiliskipulag hluta hafnarsvæðis Ólafsvíkurhafnar.
Hafnarstjóri fór yfir feril málsins og kynnti 4. lið 125. fundar hafnarstjórnar, en þar var m.a. tekin fyrir umsókn frá Nesver ehf. Rifi um lóðina við Norðurtanga 9d, í Ólafsvík. Var afgreiðslu málsins frestað og hafnarstjóra falið að ræða við umsækjanda. Í framhaldi af því var unnið að óverulegri breytingu á deiliskipulaginu og kynnti hafnarstjóri þá breytingu. Tillaga að óverulegri breytingu á hluta hafnarsvæðis Ólafsvíkurhafnar samþykkt samhljóða.
Þá gerir hafnarstjórn ekki athugasemdir við að Nesver ehf. verði úthlutað lóðinni við Norðurtanga 9d, í Ólafsvík, samþykkt samhljóða.
4. Bréf frá Vegagerðinni dags. 07.06. 2019, varðandi útboðið Ólafsvík – lenging Norðurgarðs 2019
Bréf frá Vegagerðinni dags. 07.06. 2019, varðandi útboðið Ólafsvík – lenging Norðurgarðs 2019, en tilboð í verkið voru opnuð þann 04.06. 2019.
Eftirfarandi tilboð barst:
- Suðurverk ehf. Kópavogi 226.036.923.- 179.4%
Kostnaðaráætlun verkkaupa, kr. 125.990.600.- 100.0%
Tilboðið hefur verið yfirfarið og leggur Vegagerðin til að því verði hafnað. Hafnarstjóri sagði frá því að í viðræðum við Vegagerðina hafi verið ákveðið að hafna tilboðinu og bjóða verkið út aftur með lengri framkvæmdatíma. Samþykkt samhljóða að staðfesta þessa ákvörðun.
5. Bréf frá Vegagerðinni dags. 09.08. 2019, varðandi útboðið Ólafsvík – lenging Norðurgarðs 2019
Bréf frá Vegagerðinni dags. 09.08. 2019, varðandi útboðið Ólafsvík – lenging Norðurgarðs 2019, en tilboð í verkið voru opnuð þann 30.07. 2019.
Eftrifarandi tilboð bárust:
- Grjótverk ehf. Hnífsdal, 147.000.000.- 114.9%
- Borgarverk ehf. Borgarnesi, 153.454.529.- 119.9%
- Norðurtak ehf. Sauðárkróki, 159.154.500.- 124.3%
- Suðurverk ehf. Kópavogi, 177.722.300.- 138.9%
- Stafnafell ehf. Snæfellsbæ, 192.470.670.- 150.4%
- Ístak h.f. Mosfellsbæ, 200.449.021.- 156.6%
- G. véar ehf. Reykjavík, kr. 210.613.400.- 164.6%
Kostnaðaráætlun verkkaupa, kr. 127.990.600.- 100.0%
Tilboðin hafa verið yfirfarin og leggur Vegagerðin til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Grjótverk ehf.
Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda Grjótverk ehf. á grundvelli tilboðs hans að upphæð kr. 147.000.000.- og hafnarstjóra falið að undirrita samninginn.
6. Dýpkun Arnarstapahafnar.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu málsins og sagði frá því að hann ásamt fulltrúum frá Vegagerðinni hafi rætt nánar við bjóðanda Hagtak h.f. í samræmi við 6. lið 128. fundar hafnarstjórnar og niðurstaða þeirra viðræðna eru drög að samningi við Hagtak h.f. að upphæð kr. 68.033.188.-
Samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóri að undirrita samninginn.
7. Samgönguáætlun tímabilið 2020 – 2024.
Hafnarstjóri kynnti núverandi áætlun tímabilið 2019 – 2023 og þær framkvæmdir sem unnið verður við í höfnum Snæfellsbæjar og við sjóvarnir í Snæfellsbæ á því tímabili. Þá kynnti hafnarstjóri tillögu að nýjum framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar og við sjóvarnir í Snæfellsbæ tímabilið 2020 – 2024.
Tillagan samþykkt samhljóða.