Hafnarstjórn

Hafnarstjórn
132. fundur
27. desember 2019 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 17:00 – 19:00

Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Þóra Olsen, Sæunn Dögg Baldursdóttir, Þráinn Viðar Egilsson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Bréf frá bæjarritara dags., 06.09. 2019, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 131. fundar hafnarstjórnar.

Lagt fram til kynningar.

2. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 414 dags. 28.08., nr. 415 dags. 26.09. og nr. 416 dags. 18.10. 2019.

Lagt fram til kynningar.

3. Gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir árið 2020.

Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og fór yfir helstu liði hennar. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

4. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2020.

Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhags og framkvæmdaáætlunin samþykkt samhljóða.

5. Sæunn og Þráinn spurðu um starfsmannamál hafnarvarða og breytingar á vinnufyrirkomulagi.

Hafnarstjóri fór yfir þessi mál og svaraði spurningum þeirra.

Fundi slitið kl. 19:00.