Hafnarstjórn
133. fundur
22. október 2020 í Félagsheimilinu Klifi frá kl. 20:30 – 21:50
Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Þóra Olsen, Heiðar Magnússon, Sæunn Dögg Baldursdóttir, Hallgrímur Á. Ottósson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. Bréf frá bæjarritara dags. 24.01. 2020, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 132. fundar hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.
2. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 417 dags. 18.11., nr. 418 dags. 06.12. 2019, nr. 419 dags. 20.01. og nr. 420 dags. 26.02. 2020.
Lagt fram til kynningar.
3. Samgönguáætlun tímabilið 2020 – 2024.
Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir þær framkvæmdir sem unnið verður að í höfnum Snæfellsbæjar og í sjóvörnum í Snæfellsbæ á tímabilinu. Lagt fram til kynningar.
4. Dýpkunarframkvæmdir í Ólafsvíkurhöfn og Rifshöfn 2020.
Þann 07.07. 2020, voru opnuð tilboð í verkið, Ólafsvík og Rif dýpkun 2020.
Eftirfarandi tilboð barst.
1. Björgun ehf. Reykjavík, kr. 333.915.850.- 222.8%
Kostnaðaráætlun verkkaupa, kr. 149.855.300.- 100.0%
Samþykkt samhljóða að hafna tilboðinu.
Hafnarstjóri sagði frá því að hann ásamt fulltrúum frá Vegagerðinni hafi haldið tvo fundi með fulltrúum frá Björgun ehf. varðandi framkvæmdina og nú liggja fyrir drög að verksamningi að upphæð kr. 173.198.165.- Samþykkt samhljóða að fela hafnarstjóra að undirrita samninginn.
5. Ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2019.
Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.
6. Rætt um umferðamerkingar á hafnarsvæði Rifshafnar.
Samþykkt samhljóða að hafnarstjóri ræði málið við Tæknideild Snæfellsbæjar.