Hafnarstjórn

Hafnarstjórn
134. fundur
24. nóvember 2020 í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík frá kl. 20:30 – 21:10

Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Þóra Olsen, Heiðar Magnússon, Sæunn Dögg Baldursdóttir, Hallgrímur A. Ottósson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Fundargerð ritaði

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 421 dags. 20.03., nr. 422 dags. 27.04., nr. 423 dags. 19.05. og nr. 424 dags. 28.05. 2020. Lagt fram til kynningar.

2. Bréf frá Vegagerðinni – tilboð í stálþil og festingar

Bréf frá Vegagerðinni dags. 01.10. 2020, varðandi tilboð í stálþil og festingar vegna verkefnisins: “Ólafsvík – Norðurtangi endurbyggður.”

Fram kemur í bréfinu að tilboð í fyrrnefnd efniskaup voru opnuð hjá Ríkiskaupum dags. 27.07. 2020 og var lægsta tilboðið frá G. Arasyni ehf. að upphæð kr. 46.990.278.- án vsk. m.v. gengi evru kr. 162.40.

Leggur Vegagerðin til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda G. Arason ehf. á grundvelli tilboðsins. Samþykkt samhjóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda og fela hafnarstjóra að undirrita samninginn.

3. Rafrænt hafnasambandsþing 

Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 06.11. 2020, varðandi boðun á rafrænt hafnasambandsþing sem haldið verður þann 27.11.2020. Samþykkt samhljóða að eftirtaldir sitji þingið fyrir hönd Hafna Snæfellsbæjar.

  • Jón Bjarki Jónatansson
  • Þóra Olsen
  • Sæunn Dögg Baldursdóttir
  • Björn Arnaldsson
  • Kristinn Jónasson

4. Samningur um orkuskipti í höfnun

Samningur Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Hafna Snæfellsbæjar dags. í júlí 2020, um orkuskipti í höfnum. Hafnarstjóri kynnti samninginn og tildrög hans, en gert er ráð fyrir að rafvæða Norðurbakkann í Ólafsvíkurhöfn og nemur styrkupphæðin kr. 6.200.000.-

Samningurinn samþykktur samhljóða.

5. Viðbragðsáætlanir fyrir hafnir Snæfellsbæjar

Viðbragðsáætlanir fyrir hafnir Snæfellsbæjar. Hafnarstjóri kynnti viðbragðsáætlanir fyrir Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og Arnarstapahöfn en þær eru unnar í samræmi við reglugerð nr. 1010/2012, um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda. Áætlanirnar samþykktar samhljóða.

Fundi slitið kl. 21:10.