Hafnarstjórn
136. fundur
1. mars 2021 í félagsheimilinu Klifi frá kl. 20:30 – 21:15.
Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Heiðar Magnússon, Pétur Pétursson, Sæunn Dögg Baldursdóttir, Hallgrímur Á. Ottósson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. Bréf frá bæjarritara varðandi samþykkt á fundargerðum
Bréf frá bæjarritara dags. 15.12. 2020 og 19.01. 2021,varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerðum 134. og 135. funda hafnarstjórnar.
agt fram til kynningar.
2. Bréf frá Umhverfisstofnun varðandi samþykkt á viðbragðsáætlun Hafna Snæfellsbæjar
Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 18.12. 2020, varðandi samþykkt stofnunarinnar á viðbragðsáætlunum Hafna Snæfellsbæjar fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.
3. Fundargerð 42. Hafnasambandsþings
Fundargerð 42. Hafnasambandsþings dags. 27.11. 2020.
Lagt fram til kynningar.
4. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 429 dags. 26.11., nr. 430 dags. 11.12. 2020 og nr. 431 dags. 22.01. 2021.
Lagt fram til kynningar.
5. Viðbragðsáætlanir Hafna Snæfellsbæjar fyrir árið 2021
Hafnarstjóri kynnti viðbragðsáætlanir fyrir Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og Arnarstapahöfn en þær eru unnar í samræmi við reglugerð nr. 1010/2012, um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda.
Áætlanirnar samþykktar samhljóða.
6. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa
Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum hjá Höfnum Snæfellsbæjar. Hafnarstjóri kynnti áætlunina en hún er unnin í samræmi við reglugerð nr. 1200/2014 um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum og reglugerð nr. 1201/2014 um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum.
Áætlunin samþykkt samhljóða.
7. Endurbygging Norðurtangabryggju í Ólafsvíkurhöfn
Endurbygging Norðurtangabryggju í Ólafsvíkurhöfn. Hafnarstjóri sagði frá því að útboð vegna reksturs á nýju stálþili hafi verið auglýst þann 13.02. s.l. og verði opnað þann 02.03. 2021.
8. Almennt
Hafnarstjóri ræddi almennt um hafnarstjórnarfundi og þau fundargögn sem lögð eru fram á fundum hafnarstjórnar. Samþykkt samhljóða að framvegis verði fundir hafnarstjórnar pappírslausir.