Hafnarstjórn

Hafnarstjórn
139. fundur
29. mars 2022 í félagsheimilinu Klifi frá kl. 20:30 – 21:25

Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Þóra Olsen, Heiðar Magnússon, Hallgrímur Á. Ottósson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Bréf frá bæjarritara

Bréf frá bæjarritara dags. 12.01. 2022, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

2. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 440 dags. 03.12. 2021, nr. 441 dags. 21.01. og nr. 442 dags. 18.02. 2022. Lagt fram til kynningar.

3. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum hjá Höfnum Snæfellsbæjar

Hafnarstjóri kynnti áætlunina en hún er unnin í samræmi við reglugerð nr. 1200/2014 um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum og reglugerð nr. 1201/2014 um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum. Áætlunin samþykkt samhljóða.

4. Útttekt á fjárhagsstöðu íslenskra hafna

Úttekt og greinig á fjárhagsstöðu íslenskra hafna árið 2020. Hafnarsjóri kynnti helstu atriði skýrslunnar. Lagt fram til kynningar.

5. Nýframkvæmda og viðhaldsþörf

Nýframkvæmda og viðhaldsþörf íslenskra hafna tímabilið 2021 – 2031. Hafnarsjóri kynnti helstu atriði skýrslunnar. Lagt fram til kynningar.

6. Ársreikningur Hafnasambands Íslands

Ársreikningur Hafnasambands Íslands árið 2021. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið kl. 21:25.