Hafnarstjórn

Hafnarstjórn
140 fundur
3. maí 2022  í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:30 – 21:20

Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Heiðar Magnússon, Sæunn Dögg Baldursdóttir, Hallgrímur A. Ottósson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Bréf frá bæjarritara

Bréf frá bæjarritara dags. 12.04. 2022, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð fundar  hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

2. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands 

Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 443 dags. 01.04. 2022. Lagt fram til kynningar.

3. Bréf frá Vegagerðinni dags. 20.04. 2022, varðandi útboðið – Ólafsvík, Norðurtangi þekja og lagnir 2022

Bréf frá Vegagerðinni dags. 20.04. 2022, varðandi útboðið – Ólafsvík, Norðurtangi þekja og lagnir 2022, en tilboð í verkið voru opnuð þann 29.03. 2022.

Eftirfarandi tilboð bárust.

    1. Almenna umhverfisþjónustan ehf. Grundarfirði, 91.178.780.-     73.6%
    2. Þ. G. Þorkelsson ehf. Grundarfirði, 96.589.620.-     78.0%

Kostnaðaráætlun verkkaupa, kr. 123.841.500.-   100.0%

Fram kemur í bréfinu að tilboðin hafi verið yfirfarin og leggur Vegagerðin til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Almennu umhverfisþjónustuna ehf. Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við lægstbjóðanda Almennu umhverfisþjónustuna ehf. á grundvelli tilboðs félagsins að upphæð kr. 91.178.780.- og hafnarstjóra falið að undirrita samninginn.

4. Viðbragðsáætlanir vegna bráðamengunar innan hafnarsvæða Hafna Snæfellsbæjar fyrir árið 2022

Viðbragðsáætlanir vegna bráðamengunar innan hafnarsvæða Hafna Snæfellsbæjar fyrir árið 2022. Hafnarstjóri kynnti viðbragðsáætlanir fyrir Ólafsvíkurhöfn, Rifshöfn og Arnarstapahöfn en þær eru unnar í samræmi við reglugerð nr. 1010/2012, um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda. Áætlanirnar samþykktar samhljóða.

5. Bréf frá Fiskmarkaði Íslands

Bréf frá Fiskmarkaði Íslands h.f. dags. 26.04. 2022, varðandi aðalfund félagsins sem haldinn verður þann 19.05. 2022. Samþykkt samhljóða að hafnarstjóri mæti á fundinn fyrir hönd Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar.

6. Ársreikningur Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar fyrir árið 2021

Ársreikningur Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar fyrir árið 2021. Hafnarstjóri kynnti ársreikninginn og fór yfir helstu liði hans. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða og undirritaður.

7. Skoðunarferð

Formaður lagði til að hafnarstjórn ásamt hafnarstjóra fari í skoðunarferð um hafnirnar í Snæfellsbæ einhvern næstu daga þegar veður leyfir. Samþykkt samhljóða.

8. Síðasti fundur núverandi kjörtímabils

Þar sem þetta er síðasti fundur hafnarstjórnar á núverandi kjörtímabili, þakkaði hafnarstjóri stjórnarmönnum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.

Fundi slitið kl. 21:20.