Hafnarstjórn

Hafnarstjórn Snæfellsbæjar
141. fundur
25. ágúst 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:30 – 21:15

Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Heiðar Magnússon, Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir, Oddur Orri Brynjarsson, Ægir Ægisson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Kosning formanns

Tillaga lögð fram um Jón Bjarka Jónatansson. Tillagan samþykkt samhljóða og tók Jón Bjarki við stjórn fundarins.

2. Kosning varaformanns

Tillaga lögð fram um Heiðar Magnússon. Tillagan samþykkt samhljóða.

3. Bréf frá bæjarritara

Bréf frá bæjarritara dags. 27.05.2022, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 140. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands

Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 444 dags. 14.06. 2022. Lagt fram til kynningar.

5. Bréf frá Hafnasambandi Íslands 

Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 23.06. 2022, varðandi boðun á hafnasambandsþing sem haldið verður í Ólafsvík dagana 27. – 28.10. 2022. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu um fulltrúa á þingið.

Aðalmenn: Kristinn Jónasson bæjarstjóri, Björn Arnaldsson hafnarstjóri og Jón Bjarki Jónatansson formaður hafnarstjórnar

Varamenn: Heiðar Magnússon, Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir og Guðmundur Rúnar Gunnarsson.

Tillagan samþykkt samhljóða.

6. Bréf frá Vegagerðinni

Bréf frá Vegagerðinni dags. 16.05. 2022, varðandi framkvæmdir við hafnir og sjóvarnir í samgönguáætlun tímabilið 2023 – 2027. Hafnarstjóri kynnti núverandi áætlun fyrir tímabilið 2020 – 2024, og þær framkvæmdir sem unnið er við í höfnum Snæfellsbæjar og við sjóvarnir í Snæfellsbæ á því tímabili. Þá kynnti hafnarstjóri tillögu að nýjum framkvæmdum í höfnum Snæfellsbæjar og við sjóvarnir í Snæfellsbæ tímabilið 2023 – 2027. Tillagan samþykkt samhljóða. Þá samþykkti hafnarstjórn samhljóða að staðfesta þau verkefni sem ólokið er við sem eru á samgönguáætlun tímabilið 2020 – 2024.

.

7. Rætt um boðun á hafnarstjórnarfundi

Hafnarstjóri lagði til að fundarboð vegna hafnarstjórnarfunda verði send bæði til aðalmanna og varamanna í hafnarstjórn. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 21:15.