Hafnarstjórn

Hafnarstjórn
142. fundur
6. desember 2022 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 21:00 – 22:00

Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Lilja Hrund Jóhannsdóttir, Bárður Guðmundsson, Tinna Ýr Gunnarsdóttir, Oddur Orri Brynjarsson og Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.

Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Bréf frá bæjarritara

Bréf frá bæjarritara dags. 09.09. 2022, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð fundar  hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

2. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 445 dags. 16.09., nr. 446 dags. 26.10. og nr. 447 dags. 18.11. 2022. Lagt fram til kynningar.

3. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands

Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 09.11. 2022. Meðfylgjandi eru tvær ályktanir sem samþykktar voru á 43. hafnasambandsþingi Hafnasambands Íslands, annars vegar um veiðarfæraúrgang og hins vegar um öryggi og aðgengi að höfnum. Lagt fram til kynningar.

4. Gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir árið 2023

Gjaldskrá hafnarsjóðs fyrir árið 2023. Hafnarstjóri kynnti gjaldskrána og fór yfir helstu liði hennar. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.  

5. Fjárhags og framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2023

Fjárhags og framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 2023. Hafnarstjóri kynnti áætlunina og fór yfir helstu liði hennar. Fjárhags og framkvæmdaáætlunin samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 22:00.