Hafnarstjórn

Hafnarstjórn
128. fundur
3. október 2018 í Ráðhúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:30 – 22:00

Fundinn sátu: Jón Bjarki Jónatansson formaður, Þóra Olsen, Pétur Pétursson, Þráinn Viðar Egilsson, Hjörleifur Guðmundsson og Björn Arnaldsson hafnarstjóri.

Fundargerð ritaði: Björn Arnaldsson, hafnarstjóri.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1.  Kosning formanns

Tillaga lögð fram um Jón Bjarka Jónatansson. Tillagan samþykkt samhljóða og tók Jón Bjarki við stjórn fundarins.

2. Kosning varaformanns

Tillaga lögð fram um Þóru Olsen. Tillagan samþykkt samhljóða.

3. Bréf frá bæjarritara

Bréf frá bæjarritara dags. 16.05. 2018, varðandi samþykkt bæjarstjórnar á fundargerð 127. fundar hafnarstjórnar. Lagt fram til kynningar.

4. Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 402 dags. 19.03., nr. 403 dags. 23.04., nr. 404 dags. 28.05. og nr. 405 dags. 27.08. 2018.

Lagt fram til kynningar.

5. Tölvupóstur frá umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar

Tölvupóstur frá umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar dags. 11.07. 2018, varðandi umsókn frá Olíuverslun Íslands h.f. dags. 20.06. 2018, um leyfi til að setja upp olíutank og afgreiðslubúnað á flotbryggju í Rifshöfn. Um er að ræða flotbryggju þar sem afgreiðslubúnaður Skeljungs h.f. og N 1 h.f. er staðsettur. Meðfylgjandi eru umsókn um framkvæmdaleyfi dags. 20.06. 2018, umsókn og upplýsingar um stærð olíutanks ásamt myndum af svæðinu dags. 20.06. 2018 og fundargerð umhverfis og skipulagsnefndar dags. 11.07. 2018. Hafnarstjórn samþykkti samhljóða að gera ekki athugasemdir við að Olíuverslun Íslands h.f. setji upp fyrrnefndan búnað og olíutank en staðsetning á olíutanknum og frágangur verði ákveðin í samráði við hafnarstjóra.

6. Bréf frá Vegagerðinni

Bréf frá Vegagerðinni dags. 05.09. 2018, varðandi útboðið Arnarstapi – dýpkun 2018, en tilboð í þetta verk voru opnuð þann 14.08. 2018.

Eftirfarandi tilboð barst:

1. Hagtak h.f. Hafnarfirði, kr. 57.795.000.- 125.4%

Áætlaður verktakakostnaður verkkaupa, kr. 46.087.000.- 100.0%

Tilboðið hefur verið yfirfarið og leggur Vegagerðin til að því verði hafnað. Fram kom hjá hafnarstjóra að hann ásamt fulltúum frá Vegagerðinni hafi rætt við bjóðanda varðandi tilboðið. Samþykkt samhljóða að hafna tilboðinu og hafnarstjóra falið að ræða nánar við bjóðanda.

7. Bréf frá Hafnasambandi Íslands

Bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 05.09. 2018, varðandi boðun á 41. hafnasambandsþing sem haldið verður í Reykjavík dagana 25. og 26 október 2018. Formaður lagði fram tillögu um að eftirtaldir mæti á þingið.

Aðalmenn:
Kristinn Jónasson bæjarstjóri
Björn Arnaldsson hafnarstjóri
Jón Bjarki Jónatansson formaður hafnarstjórnar.

Varamenn:
Þóra Olsen
Heiðar Magnússon
Sæunn Dögg Baldursdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða.

8. Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands

Tölvupóstur frá Hafnasambandi Íslands dags. 11.09. 2018. Meðfylgjandi er samstarfsyfirlýsing á milli Hafnasambands Íslands og Fiskistofu dags. 05.09. 2018, um framkvæmd vigtunar og eftirlit. Hafnarstjóri fór yfir helstu atriði í samkomulaginu.

Lagt fram til kynningar.

9. Tölvupóstur frá umhverfis- og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar

Tölvupóstur frá umhverfis og skipulagsnefnd Snæfellsbæjar dags. 03.10. 2018, varðandi umsókn frá Bílaaðstoð og flutningar ehf. Ólafsvík um leyfi fyrir innskeyrsluhurð á suðausturhorni hússins að Norðurtanga 3, Ólafsvík. Meðfylgjandi eru umsókn frá fyrirtækinu varðandi hurðina ódags., bréf frá umsækjanda dags. 30.09. 2018, þar sem breytingum á útliti hússins og umgengni á lóð er lýst og fundargerð umhverfis og skipulagsnefndar dags. 02.10. 2018. Hafnarstjórn samþykkti samhljóða að gera ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á starfsemi í húsinu, né breytingum á útliti þess. Þá tekur hafnarstjórn undir bókun umhverfis- og skipulagsnefndar um að sett verði kvöð á umgengni á lóð hússins. Hafnarstjóra falið að koma sjónarmiðum hafnarstjórnar á framfæri bréflega og með viðræðum við byggingafulltrúa og bæjarstjóra.

10. Húsaleigusamningur á milli Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar og Samtaka smærri útgerða

Húsaleigusamningur á milli Hafnarsjóðs Snæfellsbæjar og Samtaka smærri útgerða dags. 01.04. 2018, um leigu samtakanna á hluta hússins að Norðurtanga 5, Ólafsvík. Hafnarstjóri kynnti samninginn. Samningurinn samþykktur samhljóða.

Fundi slitið kl. 22:00.