Fundargerðir

Íþrótta- og æskulýðsnefnd
81. fundur
9. janúar 2018 í Íþróttahúsi Ólafsvíkur frá kl. 12.00 – 13:15

Fundinn sátu: Rán Kristinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Einar Hjörleifsson, Brynja Mjöll Ólafsdóttir og Björn Haraldur Hilmarsson.

Fundargerð ritaði: Björn Haraldur Hilmarsson.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Fundargerðir Ungmennaráðs

Þrjár fundargerðir þeirra voru kynntar og samþykktar. Ungmennaráð hélt bingó í desember sem gekk mjög vel. Hagnaður varð af bingóinu og ætlar ráðið að láta hann renna til félagsmiðstöðvarinnar Afdreps.

2. Starfsmannamál Félagsmiðstöðvarinnar Afdreps

Konni er hættur og þökkum við honum vel unnin störf. Búið er að ráða Berglindi Magnúsdóttur í starfið.

3. Heilsuvikan

Undirbúningur er hafinn og verður Dóra með okkur aftur í skipulagningu vikunnar sem nemandi í vettvangsnámi hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Snæfellsbæjar. Margar nýjar hugmyndir hafa komið ss sjósund, kynning á pólskri matargerð ofl. Kom hugmynd um að tengja Snæfellsbæ meira við vikuna og ætlar Sigrún að ræða við Heimi nýjan markaðs- og kynningarfulltrúa Snæfellsbæjar.

3. Önnur mál

Nefndarmenn langar til að meira líf verði á Sáinu næsta sumar og ætlum við að fylgja því eftir að minigolfbrautirnar verði settar upp og hjólarampurinn ef hann er í lagi.

Fundi slitið kl. 20:30.