Íþrótta- og æskulýðsnefnd
82. fundur
21. febrúar 2018 í Íþróttahúsi Ólafsvíkur frá kl. 20.00 – 20:50
Fundinn sátu: Rán Kristinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Einar Hjörleifsson, Brynja Mjöll Ólafsdóttir, Ása Gunnarsdóttir, Dóra Unnarsdóttir og Björn Haraldur Hilmarsson. Auk þeirra voru viðstödd fyrir hönd ungmennaráðs þau Karítas, Guðbjörg, Ísabella, Pétur, Hilmar og Brynja.
Fundargerð ritaði:
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Dagskrá Heilsuvikunnar
Dóra Unnarsdóttir, sem er í vettvangsnámi hjá Sigrúnu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, fór yfir dagskrána og er hún orðin mjög þétt og flottir viðburðir. Hún hefur verið að tala við fyrirtæki bæði hér í Snæfellsbæ og í bænum um að veita afslætti og bjóða tilboð tengdu vikunni. Góð viðbrögð hafa verið. Ungmennaráðið hefur verið með í ráðum og eru í viðræðum við Mjölni um að halda kynningu hér. Gaman að sjá hvað þau eru virk í skipulagningu vikunnar. Fundarmenn almennt mjög ánægðir með dagskrána.