Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd
83. fundur
4. september 2018 í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:15

Fundinn sátu: Sigrún Ólafsdóttir, Rán Kristinsdóttir, Daði Rúnar Einarsson, Atli Már Gunnarsson, Ása Gunnarsdóttir og Adam Geir Gústafsson.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Breytingar á nefnd

Nýir aðalmenn í nefnd eru Adam GeirAtli Már og Daði RúnarRán heldur áfram störfum sem formaður og Daði tekur við sem ritari.

2. Afdrep

Styttist í að félagsmiðstöðin Afdrep fari af stað á ný. Sigurbjörg Jóhannesdóttir heldur áfram störfum. Þarf að ráða annan starfsmann til að starfa með henni. Tveir umsækjendur, Berglind Magnúsdóttir og Brynjar Vilhjálmsson. Allir sammála þeirri ákvörðun að ráða Berglindi. Einnig er stungið upp á þvi að ræða við Brynjar um að vera varamaður” sem gæti leyst þær af þegar þarf.

3. Önnur mál

Rætt möguleikann á því að fá fjárveitingu, líkt og lista- og menningarnefnd fékk. Hana væri meðal annars hægt að nota til að fjárfesta í áframhaldandi uppbyggingu á Sáinu sem leik- og afþreyingarsvæði.

Einnig var rætt hvað nefndin gæti gert til að leggja sitt af mörkum til að stuðla að minni tölvunotkun barna í bænum.

Fundi slitið kl. 21:15.