Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd
84. fundur
16. janúar 2019 í félagsmiðstöðinni Afdrep frá kl. 20:00 – 21:30

Fundinn sátu: Sigrún Ólafsdóttir, Rán Kristinsdóttir, Daði Rúnar Einarsson, Atli Már Gunnarsson, Ása Gunnarsdóttir og Adam Geir Gústafsson.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Ungmennaráð

Bingó ungmennaráðs heppnaðist mjög vel. Rætt var möguleikann á að stofna sér bankabók fyrir þau. Gefur þeim tækifæri á að ráðstafa sínum fjáröflunartekjum sjálf.

2. Staðsetning ærslabelgja

Fjármögnun tveggja ærslabelgja var samþykkt á fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2019. Rætt var um bestu mögulegu staðsetningu þeirra. Allir sammála um að hafa þá á grunnskólalóðinni í Ólafsvík og á Hellissandi. Ef ekki er hægt að koma ærslabelg fyrir á lóð grunnskólans í Ólafsvík þá er mögulega hægt að hafa hann á Sáinu eða fyrir neðan heilsugæsluna. Þá væri líka hægt að hafa mínigolf og frisbígolf á sama svæði.

3. Heilsuvikan

Stefnt á að hafa Heilsuvikuna í ár þann 8 til 15. mars. Byrjað að skipuleggja heilsuvikuna og margar hugmyndir ræddar. Talað um að hafa fjölbreytileg námskeið og fyrirlestra. Einnig rætt um að reyna að fá veitingstaði og verslanir í bæjarfélaginu til að taka virkan þátt í ár.

4. Önnur mál

Sirkus Íslands sendi tölvupóst um að fá að vera með sirkushátíð í bænum í ágúst. Mikill áhugi fyrir því að skoða það betur og fá nánari upplýsingar frá þeim um hvernig þetta fer fram.

Fundi slitið kl. 21:30.