Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd
85. fundur
21 febrúar 2019 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 17:00 – 18:00

Fundinn sátu: Sigrún Ólafsdóttir, Rán Kristinsdóttir, Daði Rúnar Einarsson, Atli Már Gunnarsson, Ása Gunnarsdóttir, Adam Geir Gústafsson og Heimir Berg Vilhjálmsson.

Fundargerð ritaði

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Fundargerðir ungmennaráðs

Tvær fundagerðir ungmennaráðs, frá 28. janúar og 5. febrúar voru samþykktar af öllu nefndarfólki. Aðal umræðuefni funda ungmennaráðs var hugmyndir fyrir Heilsuvikuna. (Sjá fundagerðir í viðhengi).

2. Heilsuvika

Farið var yfir þá dagskrá sem komin var fyrir heilsuvikuna.Haldið áfram með hugmyndavinnu og skipulagningu. Heimir Berg, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar sat fundinn og mun koma til með að aðstoða við að markaðssetja og auglýsa Heilsuvikuna. Áhersla lögð á að auglýsa hana vel og með góðum fyrirvara.

Fundi slitið kl. 18:00.