Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd
86. fundur
16. maí 2019 í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 17:30 – 18:30

Fundinn sátu: Sigrún Ólafsdóttir, Rán Kristinsdóttir, Daði Rúnar Einarsson, Atli Már Gunnarsson, Ása Gunnarsdóttir, Adam Geir Gústafsson og Monika Cecylia Kapanke.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Viðbrögð við heilsuviku

Rætt um hvernig heilsuvikan fór. Mikil ánægja með dagskrá og allir sammála um að það eigi að halda áfram með heilsuvikuna á næsta ári.

2. Rán segir frá fundi nefnda 

Rán fór á fund með formönnum allra nefnda þar sem formenn segja frá sínu starfi. Rætt var um tillögu okkar um að staðsetja ærslabelginn á túni við heilsugæsluna í Ólafsvík og bak við Röstina á Hellissandi. Bæjarstjórn er ekki búin að taka ákvörðun ennþá. Eftir fundinn komu í ljós gamlar teikningar þar sem búið er að teikna upp skipulag fyrir afþreyingarsvæði við heilsugæslustöðina og Röstina sem enginn í nefndinni vissi af. Viljum halda áfram með þá hugmynd og bíðum eftir niðurstöðu frá bæjarstjórn.

3. Félagsmiðstöðin 

Eitt besta ár sem Sigrún hefur upplifað með starf félagsmiðstöðvarinnar. Rosalega ánægð með Sigurbjörgu og Berglindi og hefur rætt við þær um að halda áfram á næsta ári. Kom upp hugmynd um að fara í endurnýjun á sófum og öðru í húsnæðinu sem er farið að sjá á.

4. Önnur máá dagskrá: 

  • Farið yfir og samþykktar tvær fundagerðir frá Ungmennaráði.  
  • Kynnt ný stefnumótun í íþróttamálum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem gildir frá 2019 til 2030. 
  • Rætt um möguleikann á að hafa skáknámskeið næsta haust og tengja það mögulega við skólastarfið. 
  • Nefndin sammála um að vilja halda hátíðardagskrá 17. júní í sjómannagarðinum en ekki á sáinu. 

Fundi slitið kl. 18:30.