Íþrótta- og æskulýðsnefnd
87. fundur
1. október 2019 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:30 – 21:30
Fundinn sátu: Sigrún Ólafsdóttir, Rán Kristinsdóttir, Daði Rúnar Einarsson, Atli Már Gunnarsson, Ása Gunnarsdóttir og Adam Geir Gústafsson.
Fundargerð ritaði:
Dagskrá:
1. Hjólabraut
Nefndinni barst nýlega fyrirspurn frá íbúa Snæfellsbæjar varðandi hjólabraut. Árið 2017 var sótt um að fá svipaða hjólabraut en því hafnað. Núna eru hins vegar tilboð frá nýjum aðilum og því talið þess virði að senda inn erindi um að koma þessu á fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar fyrir árið 2020.
2. Heilsuvika
Þarf að skoða hvort eigi að færa heilsuvikuna á annan tíma árs. Viðraðar hugmyndir um að halda hana í október 2020 í stað mars eins og áður stóð til. Sá tími gæti hentað betur og leitt til betri mætingar.
3. Önnur mál
Farið yfir og samþykkt þær fundargerðir ungmennaráðs sem lágu fyrir.
Viljum halda áfram að finna leiðir til að hvetja foreldra og börn til þess að labba og hjóla í skólann í stað þess að nota einkabílinn.
Breyting á starfi félagsmiðstöðvarinnar. Fyrir áramót munu 5. og 7. bekkur einungis mæta einu sinni í mánuði. Þetta er meðal annars gert til að koma í veg fyrir leiða hjá krökkunum.