Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd
89. fundur
28. maí 2020 í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:30

Fundinn sátu: Laufey Helga Árnadóttir, Rán Kristinsdóttir, Daði Rúnar Einarsson, Atli Már Gunnarsson, Ása Gunnarsdóttir og Adam Geir Gústafsson.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Íþróttastefna Snæfellsbæjar

Stefna á að vinna íþróttastefnu Snæfellsbæjar (fundum gamla stefnu sem væri hægt að vinna og gefa út í bækling eins og Borgarbyggð).

Laufey fær starfsmann með sér í sumar sem hún gæti nýtt í að skoða sambærilegar stefnur hjá öðrum sveitarfélögum.

2. Heilsueflandi samfélag

Leggja til bæjarstjórnar að við stefnum að því að verða Heilsueflandi Samfélag. Það þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem embætti landlæknis setur fyrir. Munum skoða hvað það að uppfylla og sækja svo um með samþykki bæjarstjórnar.

3. Sautjándi júní

Farið yfir hvað á að hafa á dagskrá á 17. júní. Bæjarstjórn vill hafa létta dagskrá vegna Covid-19. Reyna að virkja krakkana til að taka þátt og finna tómstundir sem eru ekki endilega þessar klassísku íþróttir. Sundlaugin verður opin allan daginn og frisbígolfvöllurinn settur upp.

4. Félagsmiðstöðin

Sigurbjörg hættir og er mikil eftirsjá af henni. Ekki vitað ennþá vitað hvað Berglind vill gera. Reyna að virkja krakkana til að taka virkan þátt í starfinu en mæting og þátttaka hefur verið léleg undanfarið.

Fundi slitið kl. 21:30.