Íþrótta- og æskulýðsnefnd
90. fundur
19. ágúst 2020 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 17:00 – 18:30
Fundinn sátu: Sigrún Ólafsdóttir, Rán Kristinsdóttir, Daði Rúnar Einarsson, Atli Már Gunnarsson, Monika Cecylia Kapanke.
Fundargerð ritaði:
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Fundargerð ungmannaráðs
Tvö úr ungmennaráði eru hætt. Undanfarin ár hefur íþrótta- og æskulýðs fulltrúi valið nýtt fólk inn en ákveðið var að reyna að auglýsa í ár.
Einnig var farið yfir og samþykkt nýjasta fundargerð ungmennaráðs.
2. Ráðning í félagsmiðstöð
Bæði Sigurbjörg og Berglind eru hættar í félagsmiðstöðinni og því var staðan auglýst. Þrjár umsóknir bárust og voru tveir starfsmennn ráðnir. Stefnt er á að hitta þá sem eru ráðnir áður en starfið hefst og fara yfir allt það helsta áður en félagsmiðstöðin hefst í september.
3. Önnur mál á dagskrá
Rætt var um hvort þyrfti að fresta heilsuvikunni í ár vegna Covid-19. Munum þó taka endanlega ákvörðun seinna í ár.
Farið yfir hlutverk nefndarinnar í samstarfi við Laufey.