Íþrótta- og æskulýðsnefnd
91. fundur
2. febrúar 2021 í íþróttahúsinu í Ólafsvík frá kl. 20:00 – 21:40.
Fundinn sátu: Laufey Helga Árnadóttir, Atli Már Gunnarsson, Daði Rúnar Einarsson, Brynja Mjöll Ólafsdóttir, Adam Geir Gústafsson og Ása Gunnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Dagskrá:
1. Kosning formanns
Þar sem Rán er hætt sem formaður vegna flutninga þarf að kjósa nýjan formann. Brynja Mjöll kemur inn í staðin fyrir Rán og hún tilnefnir Atla Má sem nýjan formann og nefndin samþykkir það.
2. Fundargerð ungmennaráðs
Fundagerð frá nýju ungmennnaráði rædd og samþykkt. Rætt um mögulegan stað fyrir krakka á framhaldsskólaaldri til að hittast. Stungið upp á opnu húsi, svipað fyrirkomulag eins og í Stykkishólmi (í félagsmiðstöðinni þar).
3. Málefni félagsmiðstöðvar
Pétur Steinar sem ráðinn var í haust er hættur í félagsmiðstöðinni. Birgir Vilhjálmsson var ráðinn í stað hans. Ungmennaráð kom með þá hugmynd að fá félagsmiðstöðina með í leigja tölvur fyrir rafíþróttadeild sem á að að stofna. Rætt um nýja staðsetningu félagsmiðstöðvarinnnar og ákveðið að hittast öll í nýja húsnæðinu til að skoða og ákveða uppsetningu/útlit.
4. Heilsuvika
Viljum færa heilsuvikuna þar til í haust, bæði vegna Covid ástands og við teljum það almennt vera hentugri tími. Það er möguleiki á að fá rafræna fyrirlestra og uppákomur núna í vor en ekki talið spennandi. Stefnum á að fá fyrirtæki í Snæfellsbæ til að taka virkan þátt í dagskránni í haust.
Fá heilsufarsmælingar inn næsta haust.
Stefnt á að hafa heilsuátak í mars sem væri einstaklingsmiðað. Vinsælasta hugmyndin sem kom upp var að hafa frítt í sund í mars og hafa “sundkeppni” milli íbúa.