Íþrótta- og æskulýðsnefnd
92.. fundur
3. maí 2021 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 20:00 – 21:00.
Fundinn sátu: Laufey Helga Árnadóttir, Atli Már Gunnarsson, Daði Rúnar Einarsson, Brynja Mjöll Ólafsdóttir, Adam Geir Gústafsson og Monika Cecylia Kapanke
Fundargerð ritaði:
Dagskrá:
1. Fundargerð ungmennaráðs:
Farið yfir fundargerð ungmennaráðs sem var að lokum samþykkt.
2. Málefni félagsmiðstöðvar:
Farið yfir undanfarna og komandi dagskrá félagsmiðstöðvarinnar. Nýtt húsnæði kemur vel út og allir ánægðir með það. Viljum þó reyna að fá allt húsnæðið undir félagsmiðstöðina þar sem hún mætti vera aðeins stærri.
Tilkynnt að Lions ætli að gefa félagsmiðstöðinni Playstation 5 leikjatölvu.
3. Bréf frá félagsmálaráðuneyti:
Bréfið fjallar um verkefni um stuðning til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19. Mjög gott framtak en viljum fá frekari skýringar á verkefninu þar sem okkur finnst það ekki nógu skýrt, munum senda fyrirspurn á næstu dögum.
4. Staðsetning frisbígólfvalla:
Laufey og Atli hittu aðilann sem selur og setur upp frisbígólfvellina og eftir göngutúr um aðal svæðin sem komu til greina vill hann hafa einn völlinn í skóginum fyrir ofan tjaldsvæðið í Ólafsvík og einn í skógræktarsvæðinu í Tröð á Hellissandi. Stefna á að vellirnir verðir tilbúnir snemma í sumar.
4. Önnur mál:
Verð á körfuboltavelli athugað. Mögulega er hægt að hafa samband við fræðslunefnd og/eða skólann til gera þetta saman.
Búið er að skrifa undir samning við Samtökin 78 um að vera með fræðslu fyrir bæði starfsmenn og nemendur grunnskóla. Fræðslan mun hefjast strax í haust.