Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd
84. fundur
19. ágúst 2021 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 21:00 – 22:00.

Fundinn sátu: Laufey Helga Árnadóttir, Atli Már Gunnarsson, Daði Rúnar Einarsson, Brynja Mjöll Ólafsdóttir, Einar Hjörleifsson og Fríða Sveinsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Ráðning starfsmanns í félagsmiðstöðina Afdrep 

Farið yfir umsóknir sem bárust um starf í félagsmiðstöðinni Afdrep. Vegna slæmrar mætingar í félagsmiðstöðina í fyrra var ákveðið að ráða bara einn starfsmann til að byrja með, hana Margréti Vilhjálmsdóttir. Munum einnig seinka opnun fram í miðjan september og mögulega hafa hana þá bara opna tvö kvöld vikunnar fyrst um sinn. Talið að Covid hafi haft talsverð áhrif á mætinguna.  

2. Íþróttavika Evrópu 2021/Heilsuvika

ÍSÍ sendi bréf um íþróttaviku Evrópu. Við ætlum að taka þátt í því verkefni og reyna að samtvinna hana við heilsuviku sem stefnt er á að hafa í lok september. 

Fundi slitið kl. 22:00.