Íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæfellsbæjar
95. fundur
30. ágúst 2022 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 18:00 – 19:15
Fundinn sátu: Margret Vilhjálmsdóttir, Margrét Eva Einarsdóttir, Patryk Zolobow, Aron Baldursson og Jóhanna Jóhannsdóttir. Kristfríður Rós Stefánsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, er einnig viðstödd.
Fundargerð ritaði:
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Ungmennaráð heldur ball
Ungmennaráð er með ball fyrir ungmenni 17. September. Kristfríður kynnti það, flott framtak.
2. Nýr starfsmaður í félagsmiðstöðina Afdrep
Ráðning á nýjum starfsmanni í Afdrep tekin fyrir, ein umsókn barst. Starfsmaður byrjar um miðjan september. Opnun fyrir miðstið eftir áramót. Félagsmiðstöðin er núna tengd inn í val hjá skólanum, þar hafa krakkarnir val um að undirbúa sig fyrir STÍL í textílment.
3. Staðsetning félagsmiðstöðvar
Staðsetning Afdreps var rædd, það þarf að bæta aðgengi að húsinu, ekki nógu góð lýsing og göngustíg vantar.
4. Barnamenningarhátíð
5. Önnur mál
- Heilsuvika 23-30. September. Aðallega kynning á starfinu sem er í bænum, fyrirlestrar, jóga og annað skemmtilegt sem verður í boði. Illa mætt undanfarin ár, hugmynd kom upp að einfalda dagskrána í ár. Sjá hverning mætingin.
- Það er verið að reyna að manna íþróttaskóla barnanna.
- Foreldrabolti, það þarf að fá foreldrana til þess að mæta með börnunum.
- Möguleiki á að stofna rafíþróttadeild var rædd.