Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæfellsbæjar
95. fundur
30. ágúst 2022 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 18:00 – 19:15

Fundinn sátu: Margret Vilhjálmsdóttir, Margrét Eva Einarsdóttir, Patryk Zolobow, Aron Baldursson og Jóhanna Jóhannsdóttir. Kristfríður Rós Stefánsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, er einnig viðstödd.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Ungmennaráð heldur ball

Ungmennaráð er með ball fyrir ungmenni 17. September. Kristfríður kynnti það, flott framtak.

2. Nýr starfsmaður í félagsmiðstöðina Afdrep

Ráðning á nýjum starfsmanni í Afdrep tekin fyrir, ein umsókn barst. Starfsmaður byrjar um miðjan september. Opnun fyrir miðstið eftir áramót. Félagsmiðstöðin er núna tengd inn í val hjá skólanum, þar hafa krakkarnir val um að undirbúa sig fyrir STÍL í textílment.

3. Staðsetning félagsmiðstöðvar

Staðsetning Afdreps var rædd, það þarf að bæta aðgengi að húsinu, ekki nógu góð lýsing og göngustíg vantar.

4. Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð 11. september var rædd.

5. Önnur mál

  1. Heilsuvika 23-30. September. Aðallega kynning á starfinu sem er í bænum, fyrirlestrar, jóga og annað skemmtilegt sem verður í boði. Illa mætt undanfarin ár, hugmynd kom upp að einfalda dagskrána í ár. Sjá hverning mætingin.
  2. Það er verið að reyna að manna íþróttaskóla barnanna.
  3. Foreldrabolti, það þarf að fá foreldrana til þess að mæta með börnunum.
  4. Möguleiki á að stofna rafíþróttadeild var rædd.

Fundi slitið kl. 19:15.