Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd
96. fundur
25. október 2022 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar frá kl. 18:00 – 19:15.

Fundinn sátu: Jóhanna Jóhannesdóttir, Patryk Zolobow, Marget Vilhjálmsdóttir, Guðrún Eva Bjarkardóttir, Aron Baldursson og Kristfríður Rós Stefánsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Fundargerð ritaði:

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Fundur með velferðarnefnd. 

Jóhanna og Kristfríður sátu fund með fulltrúum velferðarnefndar þar sem velferðarnefnd kom hugmyndum sínum á framfæri varðandi sumarnámskeið á næsta ári. Ábendingar bárust um að hafa námskeiðin fjölbreyttari og yfir lengra tímabil. Kristfríður hefur þessar ábendingar til hliðsjónar þegar vinna hefst við undirbúning fyrir næsta ár. Farið var yfir þessi mál með nefndinni á fundinum.  

2. Sk8roots 

Kristfríður fór yfir samskipti sín við forsvarsmenn Sk8roots. Vorum nefndarmenn sammála hennar túlkun á aðstæðum. 

3. Æfingartæki fyrir göngustíga.  

Umræða um kaup á æfingartækjum fyrir göngustíga bæjarins sem heilsueflandi hvatning.  

4. Pottur fyrir námskeiðshöld 

Umræða um að hafa fjárpott innan nefndarinnar. Samtök og félög gætu sótt um styrk til nefndarinnar til þess að halda fjölbreytt námskeið fyrir börn. Hugsað til þess að hafa meira að gera t.d. yfir sumartímann og hvatning til þess að halda námskeið sem fjáröflun.  

Fundi slitið kl. 19:15.