Íþrótta- og æskulýðsnefnd
97. fundur
19. janúar 2023 í íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík frá kl. 17:00 – 17:45.
Fundinn sátu: Jóhanna Jóhannsdóttir, Patryk Zolobow, Margret Eva Einarsdóttir og Gylfi Freyr Karlsson.
Kristfríður Rós Stefánsdóttir (Íþrótta– og æskulýðsfulltrúi) og Margret Vilhjálmsdóttir forfölluðust á seinustu stundu og ekki tókst að boða varamann. Formaður hitti íþrótta– og æskulýðsfulltrúa og fékk upplýsingar sem hún fór svo með á fundinn.
Fundargerð ritaði:
Dagskrá:
1. Umræður
- Verkefnið Heilsueflandi samfélag kynnt fyrir nefndarmönnum. Í mars verður skrifað undir skjal sem staðfestir þátttöku og innleiðingu. Stýrihópur verður skipaður með aðilum frá stofnunum bæjarins.
- Gönguskíðabraut verður gerð þegar það kemur meiri snjór. Tæki í það verkefni eru til og vonandi verður hægt að gera braut á Hellissandi og Ólafsvík.
- Lífshlaupið er að fara af stað. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er búinn að vera að kynna það aðeins fyrir fyrirtækjum í bænum og hvetur alla til að taka þátt. Bæði lið og einstaklinga.
- Undirbúningur er hafinn fyrir nýja rennibraut í sundlaugina auk þess er forgangsatriði að laga aðgengi að íþróttamannvirkjum. Verið er að skoða lyftu til þess að auka aðgengi ofan í laugina sjálfa fyrir fólk með skerta hreyfigetu.
- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið að skoða hreyfitæki til þess að setja utandyra. Umræður sköpuðust um hvort betra væri að setja þau á sáið og þá nokkur á eitt svæði eða hvort upprunalega hugmyndin um að setja þau á göngustíginn á milli Hellissands og Ólafsvíkur sé betri. Spurning hvernig framtíðar plön fyrir Sáið séu og hvort það myndi henta.
- Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur fengið fjármagn til þess að festa kaup á upplýsingaskjáum fyrir íþróttamannvirki, rafmagnsvæða aðgengi að mannvirkjunum og til þess að kaupa skápa í karlaklefa sundlaugarinnar en það eru til skápar fyrir kvennaklefann.
- Ungmennaráð hefur sótt um að vera með í Erasmus verkefni sem felur í sér að taka á móti krökkum á fræðsluþing auk þess að fara á fræðsluþing annars staðar. Kristfríður er þeim innan handar.
2. Önnur mál
- Ungmennafélagið hefur fengið 2 milljón króna styrk frá Snæfellsbæ til þess að setja á laggirnar rafíþróttadeild. Þau munu leigja búnað frá Elko til þess að byrja með. Húsnæðismál eru ennþá í vinnslu en munu vonandi skýrast á næstu dögum.