Landbúnaðarnefnd

Fundargerð landbúnaðarnefndar
6. fundur
21. ágúst 2018 frá kl. 21:00 – 22:30.

Fundinn sátu: Herdís Leifsdóttir, formaður, Guðmundur Ólafsson og Þór Reykfjörð Kristjánsson.

Boðað var til fjallskilafundar, þriðjudaginn 21. ágúst, og hófst hann kl. 21:00 heima hjá Guðmundi Ólafssyni í Ólafsvík.

Dagskrá:

1. Við fórum yfir fjallskilagögn frá síðasta ári og yfir fjölda hjá hverju búi og bættum og minnkuðum eftir því sem við átti. Smaladagarnir færðust eitthvað til frá síðastliðnu ári.

Fundi slitið kl. 22:30.