Landbúnaðarnefnd

Fundargerð landbúnaðarnefndar
19. ágúst 2020 frá kl. 20:00 – 22:00.

Fundinn sátu: Herdís Leifsdóttir, formaður, Guðmundur Ólafsson og Þór Reykfjörð Kristjánsson.

Boðað var til fjallskilafundar, þriðjudaginn 19. ágúst, og hófst hann kl. 20:00 heima hjá Guðmundi Ólafssyni í Ólafsvík.

Dagskrá:

  1. Farið var yfir fjallskila gögnin og breytt eftir fjölda kinda hversu marga menn hver og einn ætti að hafa í smölun. Dagsettningar breytast eins og vanalega á hverju ári en annars urðu engar róttækar breytingar. Gögnin voru svo afhent á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar. 

Fundi slitið kl. 22:00.