Lista- og menningarnefnd
160. fundur
21. febrúar 2018 á veitingastaðnum Hrauni, Ólafsvík frá kl. 17:00 – 18:00
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson og Ragnheiður Víglundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Víglundsdóttir.
Dagskrá:
1. Barnabíó
Ákveðið var að Erla athugaði hjá Jóhannesi Ólafssyni að vera með barna bíó sýningu á Klifi þann 19. apríl nk á sumardaginn fyrsta í boði Menningarnefndar. Einnig að athuga hvort fyrirtæki vildu styrkja sýninguna.
2. Styrkveiting vegna sýningar
Samþykkt var að veita Jónínu Guðnadóttur listakonu styrk að upphæð kr 200.000.- til að setja upp sýningu á verkum sínum í vitanum á Malarrifi í júní í sumar.
3. Uppgjör Átthagastofu Snæfellsbæjar
Nefndin lýsir undrun sinni á því að Pakkhúsinu í Ólafsvík var ekki úthlutað peningum frá Átthagastofu Snæfellsbæjar þegar uppgjör þess fór fram í janúar sl.
4. Gjöf til Pakkhússins
Menningarnefndin vill færa afkomendum Bjargar Guðmundsdóttur og Jóns Björnssonar á Grund þakkir fyrir að gefa Pakkhúsinu sófasett og stofuskáp sem Skarphéðinn Guðbrandsson í Bifröst smíðaði á sínum tíma. Það er von nefndarinnar að nú verði hafist handa við að safnið fá nýja og fallega umgjörð t.d. með því að setja upp stofu á miðhæðinni með þessum húsgögnum.