Lista- og menningarnefnd
161. fundur
6. apríl 2018 frá kl. 17:00 – 18:00
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Kristbjörg Karlsdóttir og Ragnheiður Víglundsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Víglundsdóttir.
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Barnabíó
Skv. fundargerð 160 liður 1 þá gekk það ekki upp að reyna vera með bíósýningu fyriri unga fólkið sökum tæknimála
2. Ný sýning í Pakkhúsinu
Farið yfir tölvupóst frá Rebekku Unnarsdóttur varðandi pakkhúsið og uppsetningu á nýrri sýningu á efri hæðum hússins. Björn G. Björnsson mun hafa umsjón með þeirri vinnu. Uppbyggingarsjóður Vesturlands veitti Pakkhúsinu styrk að upphæð 300 þús til verksins en ljóst er að það mun þurfa fleiri styrki til að ljúka því verki .
3. Umræður
Umræður um 17. Júni og Snæfellsbæing ársins.
4. Listasýning í vitanum á Malarrifi
Listasýning Jónínu Guðnadóttur í vitanum á Malarifi hefst 16/6-31/8 2018 Svæðisgarðurinn mun hafa umsjón með sýningunni og hefur Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins hug á því að hafa vaktir í vitanum á meðan á sýningunni stendur og vill leita eftir sjálfboðaliðum í það og hægt er að skrá sig hjá henni ragnhildur@snaefellsnes.is