Lista- og menningarnefnd
160. fundur
21. febrúar 2018 í Átthagastofu Snæfellsbæjar frá kl. 16:00 – 18:00
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Kristbjörg Karlsdóttir, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rebekka Unnarsdóttir.
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Víglundsdóttir.
Sækja fundargerð
Dagskrá:
1. Pakkhús
Rebekka sagði frá því að Björn G. Björnssson kom og skoðaði Pakkhúsið og leist mjög vel á húsið og þær hugmyndir um breytingar á sýningunni í húsinu, hann fékk allar teikningar og mun fara yfir þær og koma með nýja tillögu um breytingar á næstu vikum. Marmiðið er að ný sýning verði tilbúin fyrir sumarið 2019. Menningarnefnd óskaði eftir því að hitta Björn í næstu ferð hans í Snæfellsbæ.
2. Sumarið í Pakkhúsinu
Undirbúningur fyrir komandi sumar gengur vel og verður fyrirkomulagið með svipuðu móti og verið hefur opnunartími verður þó lengdur opið verður frá 11-18. Handverkshópurinn verður áfram og er þó nokkur endurnýjun í honum en fjöldinn er svipaður og gengur vel að manna vaktir.
3. Nauðsynlegar endurbætur á jarðhæð Pakkhússins
Fundarmenn voru sammála um að nauðsynlegt er að fara í endurbætur á jarðhæðinni varðandi innanstokksmuni helst þarf að endurnýja borð og stóla því það sem fyrir er er orðið ansi lúið og einnig að laga fyrir innan afgreiðsluborð.
4. Heimsókn
Heimir Berg Vilhjálmsson markaðs- og kynningarfulltrúi Snæfellsbæjar leit við og kynnti sig og lýsti yfir áhuga á samstarfi við menningarnefnd.
4. Styrkveiting
Ákveðið að styrkja Kristján Helgason um 100 þús kr vegna vinnu hans við upplýsinga öflun frétta úr Snæfellsbæ sem hann hefur svo haganlega komið í þartilgerðar möppur sem eru í Átthagastofu og fólki frjálst að koma og skoða.