Menningarnefnd

Menningarnefnd
164. fundur
27. ágúst 2018 á veitingastaðnum Hrauni, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:30

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Einar Magnús Gunnlaugsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Kosning formanns og ritara nefndar.

Einróma samþykki að Erla haldi áfram formennsku og Rut tekur við sem ritari menningarnefndar.

2. Styrkumsókn frá Vigdísi Bjarnadóttur vegna listasýningar í Átthagastofu sem haldin verður í september.

Ákveðið að styrkja sýninguna um 80.000 kr.

3. Jólatónleikar

Ákveðið var að halda jólatónleika líkt og síðustu ár. Hugmyndir að listamönnum ásamt frekari jóladagskrá rædd.

4. Menningardagur í Snæfellsbæ.

Hugmyndir komu að halda menningardag í Snæfellsbæ. Ákveðið var að bjóða markaðs- og upplýsingafulltrúa Snæfellsbæjar og framkvæmdastjóra Svæðisgarðrins á næsta fund til að ræða frekari möguleika.

Fundi slitið kl. 13:30.