Menningarnefnd
165. fundur
11. september 2018 á veitingastaðnum Hrauni, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00
Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.
Einnig sátu fundinn: Heimir Berg Vilhjálmsson, markaðs- og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar og Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes.
Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Menningardagur.
Rætt um að halda viðburð árið 2019 sem tengist matarauð Snæfellsbæjar.
2. Jóladagskrá.
Ákveðið að halda markað fyrstu helgina í desember þar sem jólin verða í hávegum höfð. Nánari dagskrá auglýst síðar.
3. Önnur mál.
Ragnhildur fór yfir áhugaverða viðburði sem fram undan eru á vegum Svæðisgarðsins og var henni þakkað fyrir gott innlegg og innsýn í starfssemi Svæðissgarðsins.