Menningarnefnd

Menningarnefnd
166. fundur
18. september 2018 á veitingastaðnum Hrauni, Ólafsvík frá kl. 12:00 – 13:00

Fundinn sátu: Erla Gunnlaugsdóttir, Jón Kristinn Ásbjörnsson, Ragnheiður Víglundsdóttir og Rut Ragnarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Rut Ragnarsdóttir.

Sækja fundargerð

Dagskrá:

1. Jólaþorp.

Áframhaldandi vinna við skipulag á jólaþorpi sem haldið verður fyrstu helgi í desember. Auglýsing mun birtast í næsta tbl. Jökuls þar sem óskað verður eftir áhugasömum aðilum til að vera með.

2. Jólatónleikar.

Áframhaldandi viðræður standa yfir við listamenn. Skýrist á næstu dögum.

3. Pakkhús.

Menningarnefnd óskar eftir fundi með bæjarstjórn varðandi framtíðarsýn á Pakkhúsinu og safni.

Fundi slitið kl. 13:30.